Sesselja Sigurðardóttir ljósmóðir
Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja og yfirsetukona í Stakkagerði fæddist 14. okt. 1805 í Skíðabakkahjáleigu í A-Landeyjum og lézt 31. marz 1860. Hún var systir Guðrúnar Sigurðardóttur húsfreyju í Fredensbolig í Eyjum, f. 1814, d. 1842, fyrri konu Lars Tranberg skipstjóra og hafnsögumanns.
Foreldrar hennar voru Sigurður bóndi á Úlfsstöðum syðri í Landeyjum 1801, bóndi í Hallgeirsey þar 1816, flutti til Eyja 1846, f. í Hallgeirseyjarhjáleigu 1773, d. 24. jan. 1856, Jóns bónda í Hallgeirsey 1801, f. 1737, d. 1815, Ólafssonar og konu Sigurðar bónda, Kristínar húsfreyju og ljósmóður á Úlfsstöðum syðri í Landeyjum 1801, í Hallgeirsey þar 1816, f. á Skíðabakka í Landeyjum 1775, d. 30. maí 1859, Ólafs bónda á Snotru í Landeyjum 1801, f. 1735, d. 1813, Magnússonar og konu Ólafs á Snotru, Sigríðar Sigurðardóttur.
Sesselja giftist þann 25. júlí 1832 Jóni Gíslasyni, f. um 1796. Meðal barna þeirra var Guðfinna, f. 1833; Margrét, f. 11. ágúst 1834; Sesselja, f. 18. nóv. 1836; Otti, f. 30. nóv. 1838. Fósturbarn 1845: Kristín Jónsdóttir, f. um 1830.
Sesselja var í Hallgeirsey 1816, en húsfreyja í Stakkagerði 1845. Hún stundaði ljósmóðurstörf í Eyjum á árum sínum þar.
Heimildir
- Upphaflegur höfundur var Víglundur Þór Þorsteinsson
- Austur Landeyingar.
- Prestþjónustubækur.
- Sigfús M. Johnsen. Saga Vestmannaeyja I.. Reykjavík: 1946. bls 149.