Sesselja Sigurðardóttir ljósmóðir
Sesselja Sigurðardóttir húsfreyja og yfirsetukona í Stakkagerði fæddist 14. okt. 1805 í Skíðabakkahjáleigu í A-Landeyjum og lézt 31. marz 1860.
Hún var systir Guðrúnar Sigurðardóttur húsfreyju í Fredensbolig í Eyjum, f. 1814, d. 1842, konu Lars Tranberg skipstjóra og hafnsögumanns.
Foreldrar hennar voru Sigurður bóndi á Úlfsstöðum syðri í Landeyjum 1801, bóndi í Hallgeirsey þar 1816, flutti til Eyja 1846, f. í Hallgeirseyjarhjáleigu 1773, d. 24. jan. 1856, Jóns bónda í Hallgeirsey 1801, f. 1737, d. 1815, Ólafssonar og konu Sigurðar bónda, Kristínar húsfreyju og ljósmóður á Úlfsstöðum syðri í Landeyjum 1801, í Hallgeirsey þar 1816, f. á Skíðabakka í Landeyjum 1775, d. 30. maí 1859, Ólafs bónda á Snotru í Landeyjum 1801, f. 1735, d. 1813, Magnússonar og konu Ólafs á Snotru, Sigríðar Sigurðardóttur.
Sesselja var systir Guðrúnar Sigurðardóttur húsfreyju í Fredensbolig, f. 14. maí 1814, d. 16. júlí 1842, fyrri konu Lars Tranberg.
Sesselja var í Hallgeirsey 1816, en húsfreyja í Stakkagerði 1832. Hún stundaði ljósmóðurstörf í Eyjum á árum sínum þar.
Sesselja lést 1860.
Sesselja giftist þann 25. júlí 1832 Jóni Gíslasyni vinnumanni, síðan bónda, skírður 11. mars 1797, d. 23. desember 1865.
Börn þeirra hér:
1. Guðfinna, f. 13. maí 1833, á lífi 1837 í Stakkagerði, finnst ekki 1838.
2. Margrét, f. 11. ágúst 1834, d. 24. júní 1835 úr „Barnaveikindum“.
3. Sesselja, f. 18. nóv. 1836, d. 23. nóvember 1836 úr ginklofa.
4. Otti, f. 26 nóv. 1838, d. 3. desember 1838 úr ginklofa.
5. Fósturbarn 1845: Kristín Jónsdóttir, f. um 1830 í Þykkvabæjarklausturssókn, d. 1. desember 1902 í Péturshúsi.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.