Guðrún Hallsdóttir (Kirkjubæ)
Guðrún Hallsdóttir prestkona og húsfreyja á Kirkjubæ fæddist 1725 og lést 16. desember 1785.
Maður hennar var sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795.
Börn þeirra hér:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Maki hennar og börn eru ókunn.
2. Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1750, d. 13. febrúar 1793. Kona hans var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja.
3. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja.
4. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
5. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
6. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Íslenzkar æviskrár. Páll Eggert Ólason og fleiri. Hið íslenzka bókmenntafélag 1948-1956.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.