Guðrún Þorláksdóttir (Presthúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 4. apríl 2014 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 4. apríl 2014 kl. 14:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Þorláksdóttir (Guðrún Guðlaugardóttir) frá Kornhól fæddist 2. júlí 1789 og lést 11. ágúst 1846.
Móðir hennar var Guðlaug (eftirnafns hennar var ekki getið við skírn Guðrúnar). Faðir var lýstur Þorlákur Jónsson kvæntur bóndi á Oddsstöðum, en hann neitaði.
Guðrún var nefnd Guðlaugardóttir við giftingu.

Guðrún var vinnukona á Gjábakka 1813, síðar á Miðhúsum.
Hún var til heimilis í Kornhól við giftingu, var húsfreyja í Presthúsum til dd.
Hún lést 1846 úr „mislingum og brjóstveiki“.

I. Barnsfaðir hennar var skipsmaður Petersen.
Barnið var
1. Margrét Guðrúnardóttir, f. 13. apríl 1813. (Skýrslur skortir).

II. Barnsfaðir hennar var Árni Ólafsson „giftur maður.“
Barnið var
2. Guðmundur Árnason, f. 26. apríl 1816. (Skýrslur skortir).

III. Maður Guðrúnar, (28. desember 1828), var Gísli Jónsson bóndi, lóðs og hreppstjóri í Presthúsum f. 11. apríl 1803, d. 28. ágúst 1861. Hún var fyrri kona hans.
3. Andvana fædd stúlka 13. mars 1829.


Heimildir