Þorlákur Jónsson (Oddsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorlákur Jónsson bóndi á Oddsstöðum fæddist 1760 og lést 24. júní 1823.

Þorlákur var á Oddsstöðum 1789, var orðinn bóndi þar 1791 og var þar til dánardægurs.

I. Barn Þorláks með Guðlaugu:
1. Guðrún Þorláksdóttir, (Guðrún Guðlaugardóttir og Guðrún Laugudóttir), f. 2. júlí 1789, d. 11. ágúst 1846.

II. Kona Þorláks var Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja, f. 1770, d. 21. desember 1838. Ekkert barna þeirra komst upp.
Börn þeirra Þorbjargar hér:
2. Vilborg Þorláksdóttir, f. í maí 1791, d. 27. júní 1791 úr ginklofa.
3. Guðlaug Þorláksdóttir, f. 13. október 1792, d. 11. nóvember 1792 „af sóttveiki“.
4. Guðný Þorláksdóttir, f. 17. janúar 1794, d. 23. janúar 1794 úr ginklofa.
5. Þorsteinn Þorláksson, f. 4. júlí 1798, d. 18. júlí 1798 úr ginklofa.
6. Guðlaug Þorláksdóttir, f. 4. október 1799, d. 7. september 1812 úr ginklofa, 13 ára.
7. Margrét Þorláksdóttir, f. 30. janúar 1803, d. 5. febrúar 1803 úr ginklofa.
8. Margrét Þorláksdóttir, f. 17. júní 1807, jarðs. 28. júní 1807, dó úr ginklofa.
9. Jón Þorláksson, f. 18. janúar 1811, d. 24. janúar 1811 úr ginklofa.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.