Þorbjörg Guðnadóttir (Norðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. apríl 2014 kl. 18:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. apríl 2014 kl. 18:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þorbjörg Guðnadóttir''' vinnukona, síðar bústýra í Einarshúsi, fæddist 25. febrúar 1830 og lést 12. ágúst 1858.<br> Faðir hennar var Guðni bóndi og vinnumað...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þorbjörg Guðnadóttir vinnukona, síðar bústýra í Einarshúsi, fæddist 25. febrúar 1830 og lést 12. ágúst 1858.
Faðir hennar var Guðni bóndi og vinnumaður víða, síðast bóndi síðast í Reynisholti í Mýrdal, f. 1788 á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, d. fyrir 1842, Guðbrandsson bónda víða, en síðast á Söndum í Meðallandi, f. 1753, d. 7. febrúar 1798 á Söndum, Ólafssonar bónda víða, en flúði í Eldinum frá Refsstöðum í Landbroti, f. 1717, d. 1784 í Skálmarbæ í Álftaveri, Þórðarsonar, og fyrri konu Ólafs, Guðrúnar húsfreyju, f. 1716, d. eftir 1762, Vigfúsdóttur.
Móðir Guðna í Reynisholti og kona Guðbrands á Söndum var Ragnhildur húsfreyja, f. 1746 í Skálmarbæ í Áæftaveri, Hjörleifsdóttir bónda þar, f. 1721, d. 26. nóvember 1787, Jónssonar, og konu Hjörleifs, Sesselju húsfreyju, f. 1713, d. 1784, Nikulásdóttur.

Móðir Dýrfinnu var Guðný húsfreyja í Reynisholti, f. 1796 á Höfðabrekku, d. 10. október 1831 í Reynisholti, Jónsdóttir bónda á Höfðabrekku, f. 1735, d. 13. mars 1813, Jónssonar bónda og sýslumanns í Holti í Mýrdal, f. 1686, d. 4. ágúst 1767, Sigurðssonar, og konu Jóns sýslumanns, Kristínar húsfreyju, f. 1714, d. 15. maí 1794, Eyvindsdóttur.
Móðir Guðnýjar í Reynisholti og síðari kona Jóns á Höfðabrekku var Guðrún húsfreyja, f. 1752, d. 5. febrúar 1837 á Elliðavatni, Þorsteinsdóttir bónda víða í V-Skaft., en síðast á Flögu, f. 1711, Nikulássonar, og konu Þorsteins, sem er ókunn, f. 1721.

Systkini Þorbjargar í Eyjum voru:
1. Dýrfinna Guðnadóttir húsfreyja í Dölum, f. 2. september 1823, d. 31. maí 1866.
2. Guðni Guðnason bóndi í Norðurgarði og Dölum f. 24. apríl 1828, d. 27. mars 1875.

Þorbjörg var með foreldrum sínum til a.m.k. 1832, fósturbarn á Ketilsstöðum í Mýrdal líklega 1832-1833, í Kerlingardal þar 1833-1840 eða 1842. Þá var hún niðursetningur á Götum þar til 1843, vinnustúlka á Kárhólmum þar 1843 til 1844/5, í Norður-Hvammi þar 1844/5 til 1846/8, í Fjósum 1846/8-1849. Þá var hún vinnukona í Jórvík í Álftaveri 1849-1853, á Mýrum þar 1853-1855.
Hún fluttist til Eyja 1855 og varð vinnukona hjá Guðna bróður sínum í Norðurgarði á því ári.
Við húsvitjun 1856 var hún bústýra Einar Jónssonar sjómanns í Einarshúsi og þar var barn Einars og fyrri bústýru, Guðrúnar Sigurðardóttur, - Guðmundur Einarsson, f. 10. apríl 1856, d. 2. ágúst 1936.
Þorbjörg lést í Einarshúsi 1858, 28 ára.

I. Þorbjörg eignaðist barn með Einari Jónssyni,
1. Einar Einarsson, f. 26. febrúar 1857, d. 17. febrúar 1860 úr kvefsótt.


Heimildir