Sigríður Ólafsdóttir (Brandshúsi)
Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Brandshúsi fæddist 17. ágúst 1830 og lést 1. júlí 1886.
Faðir hennar var Ólafur bóndi í Mýrarholti á Kjalarnesi og Eyri í Kjós, f. 3. nóvember 1789, d. 2. febrúar 1843, Ingimundarson bónda á Völlum á Kjalarnesi, á Bakka á Seltjarnarnesi 1801, f. um 1763, Bjarnasonar bónda í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, f. 1727, d. 15. október 1800, og Guðrúnar húsfreyju f. 1738, d. 9. júní 1814, Jónsdóttur.
Móðir Ólafs og kona Ingimundar á Völlum var Helga húsfreyja á Bakka 1801, í öðru hjónabandi sínu, f. 1760, Ólafsdóttir bónda í Neðrihrepp í Skorradal og Ytri-Skeljabrekku í Andakíl, f. um 1730, d. 20. maí 1785, Ólafssonar, og konu hans, Oddnýjar húsfreyju á Skeljabrekku í Andakíl, f. um 1726, d. 18. janúar 1796, Gissurardóttur.
Móðir Sigríðar og kona Ólafs í Mýrarholti var Ragnheiður húsfreyja frá Lambhaga í Gufunessókn, f. 1789, d. 25. desember 1859, Sturlaugsdóttir, bónda þar 1801, f. 1764, d. 4. mars 1839, Benediktssonar bónda á Hörðubóli í Hörðudal, Dalas., f. 1733, d. 16. febrúar 1793, Magnússonar og konu Benedikts, Helgu húsfreyju, f. 1727, d. fyrir 1793, Sturlaugsdóttur.
Móðir Ragnheiðar í Mýrarholti og kona Sturlaugs í Lambhaga var Valgerður húsfreyja í Lambhaga 1801, f. 1769, d. 25. ágúst 1812, Þorleifsdóttir.
Sigríður var tvígift:
I. Fyrri maður hennar var, (23. september 1853), Hreinn Jónsson tómthúsmaður og sjómaður, f. 28. nóvember 1821, fórst með þilskipinu Hansínu í mars 1863.
Börn Sigríðar og Hreins voru:
1. Ingibjörg Hreinsdóttir húsfreyja á Garðsstöðum og Löndum, f. 13. janúar 1854, d. 18. nóvember 1922, gift Jóni Einarssyni á Garðsstöðum. Meðal barna þeirra var Jónína Jónsdóttir húsfreyja í Steinholti, kona Kristmanns Þorkelssonar, en þau voru m.a. foreldrar Karls og Inga Kristmanns og Júlíönu konu Kristjáns Magnússonar málarameistara frá Dal, Þórðarsonar skipstjóra.
2. Jón Hreinsson í Batavíu, formaður á Blíðu um skeið. Hann fór til Vesturheims með fjölskyldu 1892, Kristínu Guðmundsdóttur eiginkonu, f. 19. október 1854, og tveim börnum þeirra, Rósu, f. 15. janúar 1880, d. 17. apríl 1954, og Jóhanni, f. 21. ágúst 1887, d. 30. nóvember 1934. Jón var kaupmaður í Spanish Fork í Utah.
3. Ólafur Guðjón Hreinsson í París, f. 7. október 1862, d. 28. maí 1890, bjó með Hildi Eyjólfsdóttur.
4. Andvana sonur.
II. Barn Sigríðar með Nicolai:
5. Nikólína Nicolaisdóttir, f. 12. mars 1865. Hún var með móður sinni í Brandshúsi 1870.
Sigríður giftist aftur:
III. Síðari maður Sigríðar var Guðmundur Ögmundsson í Batavíu, sjávarbóndi í Brandshúsi 1870, járnsmiður og vitavörður í Stórhöfða, f. 13. maí 1842, d. 19. nóvember 1914. Sigríður var fyrri kona hans.
Börn Sigríðar og Guðmundar hér nefnd:
1. María Friðrika Guðmundsdóttir, f. 3. mars 1868. Hún fór frá Helgahjalli til Vesturheims 1792, ásamt eiginmanni, Jóhannesi Jónssyni tómthúsmanni, f. 14. maí 1866, d. 1895, og barni þeirra Ólafíu Jóhannesdóttur, f. 1890. Þau munu hafa sest að í Spanish Fork í Utah.
2. Jóhanna Sigríður Guðmundsdóttir, f. 29. september 1870, d. 5. október 1870.
Sigríður og Hreinn bjuggu á Búðarhóli í A-Landeyjum 1851-1853. Þá fluttust þau til Eyja. Þar voru þau Hreinn tómthúsfólk í Brandshúsi til æviloka hans.
Guðmundur Ögmundsson bjó með Sigríði í Brandshúsi 1870 með fjórum börnum hennar og tveim börnum þeirra.
Sigríður lést 1886. Guðmundur kvæntist aftur 1888, Ingibjörgu Sigurðardóttur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
- Ættartölubækur Jóns Espólíns, p. 2237.
- Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.