Jón Ólafsson (Vilborgarstöðum)
Jón Ólafsson húsmaður á Vilborgarstöðum fæddist 1841 í Jórvík í Álftaveri og lést 29. október 1918 í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Ólafur Ólafsson bóndi, lengst í Berjanesi u. Eyjafjöllum, f. 24. september 1814 í Lágu-Kotey í Meðallandi, d. 20. september 1896, og kona hans Ástríður Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1799, d. 29. apríl 1883.
Jón var með foreldrum sínum í Hólakoti, Minni-Borg og Berjanesi u. Eyjafjöllum, var síðan húsmaður þar til 1887.
Hann kom til Eyja 1887, var vinnumaður í Dölum, en síðan húsmaður á Vilborgarstöðum.
Hann fór til Vesturheims 1902 frá Vilborgarstöðum ásamt Geirdísi, Gísla syni sínum og fjölskyldu hans. Sama ár fór Ólína og Skúli, börn þeirra, vestur.
Kona Jóns, (1867), var Geirdís Ólafsdóttir, f. 1843 í Holtssókn u. Eyjafjöllum, d. 30. maí 1917 í Vesturheimi.
Börn hér:
1. Gísli Jónsson bóndi í Nýjabæ, f. 1873.
2. Ólína Jónsdóttir, f. 10. febrúar 1877, d. 2. febrúar 1956. Hún var vinnukona á Gjábakka 1901, fór til Vesturheims 1902 frá Steinum u. Eyjafjöllum.
3. Ólöf Jónsdóttir vinnukona í Vallnatúni u. Eyjafjöllum, f. 1. maí 1879, d. 4. mars 1963.
4. Skúli Jónsson vinnumaður á Gjábakka, f. 29. nóvember 1881. Hann fór til Vesturheims frá Gjábakka 1902.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.