Ágúst Gíslason (Valhöll)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. ágúst 2013 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. ágúst 2013 kl. 12:06 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Ágúst Gíslason fæddist 15. ágúst 1874 og lést 24. desember 1922. Ágúst var sonur Gísla Stefánssonar kaupmanns og Soffíu Andrésdóttur í Hlíðarhúsi. Hann hóf byggingar á húsinu Valhöll við Strandveg árið 1912 og lauk því verki árið 1913.

Ágúst byrjaði ungur á sjó og árið 1906 hafði hann formennsku á Geysi. Veturinn 1907 kaupir hann Njál (7,5 tonn). Stuttu síðar sökk sá bátur við Eyjar í suðaustan ofviðri en áhöfnin slapp lifandi.

Eftir það rak Ágúst útgerð til dauðadags.



Heimildir

Frekari umfjöllun

Ágúst Gíslason, Hlíðarhúsi, síðar í Valhöll, fæddist 15. ágúst 1874 í Eyjum og lést 24. desember 1922.
Foreldrar hans voru Gísli Stefánsson kaupmaður í Hlíðarhúsum f. 28. ágúst 1842, d. 25. september 1903 og kona hans Soffía Lisbeth Andersdóttir, f. 8. október 1847, d. 10. júní 1936.

Kona Ágústs var Guðrún Þorsteinsdóttir, f. 25. desember 1875 í Eyjum, d. 24. ágúst 1928.

Börn Ágústs og Guðrúnar voru:
1. Rebekka húsfreyja, f. 24. mars 1899 í Hafnarfirði, d. 7. ágúst 1981, kona Sigurðar Ólafssonar verkfræðings.
2. Matthildur húsfreyja í Stakkagerði, f. 28. júlí 1900 í Eyjum, d. 18. júní 1984, kona Sigurðar Bogasonar.
3. Soffía húsfreyja, f. 23. mars 1902 í Eyjum, gift í Danmörku, Erik Grönquist.
4. Ingibjörg húsfreyja, f. 14. júlí 1904 í Eyjum, d. 9. október 1951. Hún var gift á Hjalteyri.
5. Skarphéðinn, f. 17. september 1909 í Eyjum, d. 19. apríl 1957, kvæntur í Keflavík.

Úr fórum Árna Árnasonar símritara: Bjargveiðimannatal.
Ágúst var einn af allra bestu fjallamönnum Eyjanna fyrr og síðar. Hann lagði veginn á Eldey með Stefáni bróður sínum og Hjalta Jónssyni frá Fossi, og mun afrek það lengi í minnum haft.
Ágúst lést af slysförum þannig, að hann fannst, fallinn í sjó, í fjörunni við gömlu bæjarbryggjuna 24. desember 1922, öllum harmdauði.
(sbr. nánar í bók Suðureyjar).


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit


Heimildir