Ritverk Árna Árnasonar/Ólafur Svipmundsson (Löndum)
Ólafur Svipmundsson verkamaður á Löndum fæddist 27. maí 1867 og lést 1. júní 1946.
Foreldrar hans voru Svipmundur Ólafsson bóndi á Loftsölum í Mýrdal, f. 23. nóvember 1825, d. 22. júlí 1912, og kona hans Þórunn Karítas Árnadóttir húsfreyja, f. 10. mars 1839 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 12. mars 1910.
Ólafur var með foreldrum sínum á Loftsölum til 1897, bóndi þar 1897-1903.
Hann var húsmaður á Vatnsskarðshólum 1903-1904.
Ólafur fór til Eyja 1904 og stundaði verkamannastörf.
Kona Ólafs var, (23. júní 1893), Þorbjörg húsfreyja á Loftsölum, f. 19. september 1864 á Vatnsskarðshólum, d. 18. ágúst 1903 á Loftsölum, Pétursdóttir bónda á Vatnsskarðshólum, f. 11. júlí 1817 á Syðsta-Hvoli, d. 3. júní 1866, Erlendssonar bónda á Suður-Hvoli, f. 1787, d. 29. júlí 1833, Péturssonar bónda í Pétursey, f. 1753 í Norðurgarði í Mýrdal, d. 25. ágúst 1816 í Pétursey, Jónssonar, og konu Péturs Jónssonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1755, d. 22. júní 1818, Ólafsdóttur.
Móðir Péturs á Vatnsskarðshólum og kona Erlendar á Suður-Hvoli var Þórunn húsfreyja, f. 1789 á Hvoli í Mýrdal, d. 28. maí 1859, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819, Eyjólfssonar, og konu Jóns Eyjólfssonar, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807, Sæmundsdóttur.
Móðir Þorbjargar á Loftssölum og kona Péturs á Vatnsskarðshólum var Guðríður húsfreyja á Loftsölum, f. 27. ágúst 1823 á Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 27. júní 1910 á Rauðhálsi þar, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1786 á Vatnsskarðshólum þar, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar bónda á Vatnsskarðshólum, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði Vigfússonar og konu hans Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðríðar á Loftsölum og kona Þorsteins á Eystri-Sólheimum var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819 á Hvoli, Eyjólfssonar, og konu Jóns Eyjólfssonar, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807 á Syðsta-Hvoli, Sæmundsdóttur.
Börn Ólafs og Þorbjargar voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. janúar 1896, fórst með v/b Adólf VE-191 3. mars 1918, ókvæntur og barnlaus.
2. Matthildur, f. 27. maí 1897, d. 9. júlí 1918. Hún var fóstruð á Lundi eftir lát móður sinnar, en lést sama ár og bróðir hennar Árni.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.