Vigfús Einarsson (Miðhúsum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júlí 2013 kl. 12:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júlí 2013 kl. 12:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Vigfús Einarsson''' bóndi á Miðhúsum fæddist 17. júlí 1838 á Loftsölum í Mýrdal, lést í Vesturálfu.<br> Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Einarsson bóndi á Miðhúsum fæddist 17. júlí 1838 á Loftsölum í Mýrdal, lést í Vesturálfu.
Foreldrar hans voru Einar Jónsson bóndi á Loftsölum í Mýrdal, f. 1790 í Vindási í Hvolhreppi í Rang., d. 3. júní 1866 í Hryggjum í Mýrdal, og kona hans Kristín húsfreyja, f. 10. september 1815 í Hrífunesi í Skaftártungu. Hún var í Götu 1870 og fór þaðan á Rangárvelli 1873.
Vigfús ólst upp í Mýrdal. Hann fór til Eyja 1860, var þar vinnumaður á Miðhúsum það ár. Varð hann síðan bóndi þar.
Hann fór til Utah 1888 og vann þar daglaunavinnu.

Kona Vigfúsar var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1834 í Fljótshlíð.
Hún fór til Utah 1889.

Börn Vigfúsar og Guðrúnar:
Guðlaugur Vigfússon sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.
Sesselja Vigfúsdóttir, f. 1867. Hún fór til Utah 1891 frá Mandal.
Einar Vigfússon, f. 1872. Hann var vinnumaður í Garðinum 1890, fór til Utah 1892.
Árni Vigfússon, f. 1874. Hann fór til Utah 1887 frá Miðhúsum.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.