Einar Vigfússon (Miðhúsum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Einar Vigfússon frá Miðhúsum, síðar í Vesturheimi fæddist 1. apríl 1872 á Miðhúsum og lést 21. nóvember 1933 í Kaliforníu.
Foreldrar hans voru Vigfús Einarsson bóndi á Miðhúsum, f. 17. júlí 1838 á Loftsölum í Mýrdal, d. í Vesturheimi, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1834 í Fljótshlíð.

Börn Vigfúsar og Guðrúnar voru:
1. Guðlaugur Vigfússon sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 18. ágúst 1864, d. 4. maí 1942.
2. Sesselja Kristín Vigfúsdóttir, f. 1867. Hún fór til Utah 1891 frá Mandal. Maður hennar vestra var Árni Helgason frá Kornhól.
3. Einar Vigfússon, f. 23. febrúar 1870, d. 2. mars 1870 úr ginklofa.
4. Einar Vigfússon, f. 1. apríl 1872, fór til Utah 1892.
5. Árni Vigfússon, f. 11. júlí 1875. Hann fór til Utah 1887 frá Miðhúsum.

Einar var með fjölskyldu sinni á Miðhúsum í æsku. Faðir hans fór til Vesturheims 1888 og í lok ársins var hann með móður sinni og Guðlaugi bróður sínum í Nýja-Kastala.
Móðir hans fór Vestur 1889 og í lok ársins var Einar vinnumaður í Garðinum og þaðan fór hann til Utah 1892 á vit foreldra sinna.
Hann giftist Jónínu Þórarinsdóttur og fluttist til Winter Quarters í Carbon-héraði þar sem hann stundaði námugröft. Hann nefndi sig Einar Andersen.
Einar veiktist af krabbameini og lést í Kaliforníu 1933.

Kona Einars var Jónína Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1877 í Skálmarbæ í Álftaveri. Foreldrar hennar voru Þórarinn Bjarnason húsmaður, vinnumaður, síðar bóndi í Spanish Fork, f. 17. júní 1849 í Hruna á Brunasandi og fyrri kona hans Brynhildur Jónsdóttir húsfreyja, f. 9. desember 1849 í Efri-Ey í Meðallandi.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Manntöl.
  • Saga Íslendinga í Vesturheimi I-V. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Tryggvi J. Oleson. Winnipeg: Þjóðræknisfélag Íslendinga í Vesturheimi: Menningarsjóður 1940-1953.
  • The Icelanders 1n Utah. La Nora Allsted.
  • Vesturfaraskrá 1870-1914. Júníus H. Kristinsson. Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 1983.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.