Ástríður Jónsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. maí 2013 kl. 14:35 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. maí 2013 kl. 14:35 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ástríður Jónsdóttir''' húsfreyja á Löndum og Vilborgarstöðum fæddist 28. júlí 1825 á Reyni í Mýrdal og lést 3. janúar 1904 í Hólshúsi...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ástríður Jónsdóttir húsfreyja á Löndum og Vilborgarstöðum fæddist 28. júlí 1825 á Reyni í Mýrdal og lést 3. janúar 1904 í Hólshúsi.
Faðir hennar var Jón Þorgeirsson bóndi í Mýrdal, síðar bóndi á Oddsstöðum, f. 1808 á Rauðhálsi í Mýrdal, d. 6. júní 1866 í Vanangri.
Móðir Ástríðar var Sigríður Ámundadóttir, húsfreyja í Kastala, f. 1798 í Hjörleifshöfða, d. 26. maí 1863 .

Ástríður var með móður sinni á Reyni í Mýrdal til 1826 og með henni á Dyrhólum þar 1826-1830, í Reynishólum þar 1830-1831, í Norðurgarði þar 1831-1832, í Reynisdal þar 1832-1833, á Dyrhólum 1833-1836.
Hún fór til Eyja 1836, var þar húsfreyja á Löndum 1845 og 1850, á Vilborgarstöðum 1855 og 1860, - varð ekkja á því ári. Hún var vinnukona á Vilborgarstöðum 1870, í Nýjabæ 1890, en var komin til Gróu dóttur sinnar í Hólshúsi 1901 og dvaldi þar til dd. 1904.

Maður Ástríðar var Þórður Einarsson á Löndum, síðar sjávarbóndi á Vilborgarstöðum, f. 1822, d. 1860 (SMJ).

Börn Ástríðar og Þórðar voru:
1. Ingibjörg Þórðardóttir, f. 1844, vinnukona á Vilborgarstöðum 1870.
2. Guðrún Þórðardóttir, f. 19. ágúst 1849, d. 12. júní 1921, húsfreyja í Vegg, kona Sigurðar Ólafssonar.
3. Guðrún Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1853, d. 19. janúar 1935, húsfreyja í Hólshúsi, kona Ingvars Árnasonar.


Heimildir