Guðbjörg Guðlaugsdóttir (Jakobshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. mars 2013 kl. 14:01 eftir Víglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. mars 2013 kl. 14:01 eftir Víglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðbjörg Guðlaugsdóttir''' húsfreyja í Jakobshúsi fæddist 30. ágúst 1874 á Sperðli í Sigluvíkursókn í Rang. og lést 17. febrúar 1965. <br> Faðir hennar var Guð...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Guðlaugsdóttir húsfreyja í Jakobshúsi fæddist 30. ágúst 1874 á Sperðli í Sigluvíkursókn í Rang. og lést 17. febrúar 1965.
Faðir hennar var Guðlaugur bóndi á Sperðli í V-Landeyjum og Dórukoti í Holtum, f. 15. júlí 1832, d. 4. ágúst 1887, Jónsson bónda á Efri-Hvoli í Stórólfshvolssókn 1835, Vindási þar 1845, f. um 1805 í Brautarholtssókn, Jónssonar, (hann er 72 ára hjá Jóni syni sínum á Efri-Hvoli 1835), f. um 1763, Jónssonar.
Móðir Guðlaugs og kona Jóns á Efri-Hvoli var Jódís húsfreyja í Vindási í Stórólfshvolssókn 1845, f. 7. desember 1810, d. 17. september 1885, Guðlaugsdóttir bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í Landeyjum 1801, síðar á Hemlu í Fljótshlíð, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og síðari konu Guðlaugs Bergþórssonar (1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.

Móðir Guðbjargar í Jakobshúsi og kona Guðlaugs var Ingibjörg húsfreyja á Sperðli 1870, í Norðurhjáleigu í Voðmúlastaðasókn 1880, f. 28. júlí 1830, d. 11. febrúar 1910, Jónsdóttir bónda í Stöðlakoti í Holtum 1835, Litla-Rimakoti þar 1840, f. 18. september 1799, d. 17. desember 1859, Jónssonar bónda á Arnkötlustöðum í Holtum, og konu Jóns á Arnkötlustöðum, Úlfhildar húsfreyju, f. 1763 á Butru í Fljótshlíð, Magnúsdóttur prests á Butru, Einarssonar.
Móðir Ingibjargar á Sperðli og kona Jóns var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. janúar 1799 í Seli í Holtum, d. 19. júlí 1879, Ólafsdóttir vinnumanns á Ásmundarstöðum þar 1801, bónda í Seli þar 1816, f. 24. apríl 1769 á Ægissíðu í Oddasókn, d. 14. nóvember 1827, Jónssonar, og konu Ólafs í Seli, Ingveldar húsfreyju, f. 1779 í Helli í Oddasókn, d. 27. október 1867, Ísleifsdóttur.

Guðbjörg var vinnukona í Hemlu í Breiðabólsstaðarsókn 1890 og vinnukona í Varmahlíð undir Eyjafjöllum 1901.
Hún fluttist til Eyja 1902 frá Varmahlíð, giftist 1909, en þau Jakob skildu.
Árið 1920 bjó hún með börnum sínum í Sjávargötu. Guðbjörg var húsfreyja að Vestmannabraut 63 B á mt. 1930. Hún var síðast búsett í Reykjavík.

Guðbjörg var síðari kona Jakobs Tranberg, f. 7. ágúst 1860, d. 21. maí 1945.
Börn þeirra 1920:
1. Magnúsína Tranberg Jakobsdóttir, f. 29. október 1910, síðast á Akranesi, d. 2. júní 1989.
2. Gísli Jakobsson bakari í Reykjavík, f. 22. desember 1913, d. 26. desember 1993.
3. Lars Tranberg Jakobsson, símvirki í Reykjavík, f. 31. maí 1916, d. 26. desember 2002.
4. Barn Guðbjargar: Sigríður Benónía Sigurðardóttir, f. 16. nóvember 1906, síðast í Reykjavík, d. 13. september 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.