Jakobína Guðlaugsdóttir
![](/images/thumb/f/fd/Jakob%C3%ADna_Gu%C3%B0laugsd%C3%B3ttir.jpg/220px-Jakob%C3%ADna_Gu%C3%B0laugsd%C3%B3ttir.jpg)
Jakobína Guðlaugsdóttir fæddist 30. mars 1936. Hún lést 4. febrúar 2004. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Gíslason og Sigurlaug Jónsdóttir. Jakobína var gift Sigurgeir Jónassyni ljósmyndara. Þau bjuggu í Skuld. Börn þeirra eru Sigrún Inga, Guðlaugur og Guðrún Kristín.
Jagga, eins og hún var gjarnan kölluð, var ein af fyrstu konunum sem stunduðu golfíþróttina og varð hún margfaldur Íslandsmeistari í þeirri íþrótt.