Finnbogi Finnbogason
Finnbogi Finnbogason, Vallartúni, fæddist að Pétursborg í Vestmannaeyjum þann 11. maí 1891 og lést 3. mars 1979. Foreldrar hans voru Finnbogi Björnsson og Rósa Eyjólfsdóttir.
Kona Finnboga var Sesselja Einarsdóttir. Sonur þeirra var Ólafur Tryggvi.
Finnbogi byrjaði sjómennsku ungur á Neptúnusi I og var hjá honum margar vertíðir. Formennsku byrjar Finnbogi árið 1915 á Stefni en síðar var hann með Láru, Ásdísi og Þór til ársloka 1923. Eftir það var hann formaður fyrir Ólaf Auðunsson útgerðarmann með hina ýmsu báta fram til 1940.
Benedikt Sæmundsson vélstjóri frá Fagrafelli í Vestmannaeyjum samdi kvæði um Finnboga. Við birtum hér fyrstu tvö erindin af sex:
- Þú varst ekta Eyjamaður
- allt þitt líf og starf var þar
- fórst á sjóinn, ferðahraður,
- formannsbragur á þér var.
- Um það var víst alltaf friður
- að þú gengir þessa slóð
- selta hafs og sjávarniður
- samofið í hold og blóð.
- Mikil reisn var ávallt yfir
- öllum þínum formannsbrag
- í huga mínum lengi lifir
- ljósið um það gæfu dag.
- er eg kom, þá ungur maður,
- á þinn fund, með bágan hag,
- víst ég man, hve varð ég lgaður,
- því, vel þú tókst mér, þennan dag.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1999.