Snið:Grein vikunnar
Húsið Arnarhóll við Faxastíg 10 í Vestmannaeyjum, var byggt árið 1913. Gísli Jónsson útvegsbóndi, byggði húsið. Gísli og Guðný Einarsdóttir, kona hans, fluttu í húsið ásamt dætrunum Guðnýju Svövu, fædd 1911, og Salóme, fædd 1913. Nafnið er af Arnarhóli í Landeyjum, bænum þar sem þau Gísli og Guðný fæddust bæði og Guðný ólst upp á...
Í bók sinni, Einar í Betel, segir Einar frá fólki er var á Arnarhóli.
„Auk vinnufólks og fjölskyldunnar voru í heimilinu Einar, afi minn, Þorsteinsson, Sveinn Ketilsson, Eyfellingur og Elís J. Stefánsson. Elís kom að Arnarhóli austan að landi og bað um kjallaraherbergi í tíu til tólf daga, en var þar í tuttugu og fjögur ár. Eitthvað hefur viðmótið á Arnarhóli verið í lagi við þetta fólk.“