Hvoll (við Urðaveg)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir önnur hús sem hafa borið nafnið „Hvoll“
Húsið Hvoll stóð við Urðaveg 17a. Það var einnig nefnt Nýi-Hvoll.
Þegar gaus bjuggu á efri hæðinni á Hvoli Guðjón Kristinsson skipstjóri, frá Miðhúsum en oftast kenndur við Hvol, og kona hans Kristín Ólafsdóttir og börn þeirra Bryndís, Hrefna, Hörður og Ólafur , sem öll eru kennd við æskuheimili sitt. Á neðri hæðinni bjuggu Kolbeinn O. Sigurjónsson, einnig oft kenndur við Hvol, og kona hans Sigríður Sigurðardóttir frá Vatnsdal og börn þeirra Anna Ísfold, Guðrún Fjóla, Ingibjörg S, Elva S og Marý Ólöf.
Húsið nr. 17b við Urðaveg, sem var bakhús, var nefnt Litli-Hvoll, og gekk einnig undir nafninu Hvoll. Þegar gaus bjuggu þar Sigurður N Jóhansen og kona hans Bryndís Garðarsdóttir, börn þeirra Páll, Andrés Brynjar og Unnur Ósk.
Þessi hús fóru undir hraun í gosinu 1973.