Lönd-vestri
Húsið Lönd-vestri stóð við Landagötu 11 var byggt árið 1909 af Friðriki Svipmundssyni. Einnig nefnt Stóru-Lönd. Friðrik, sem var mikill aflamaður og sjósóknari, var kvæntur Elínu Þorsteinsdóttur og voru bæði ættuð úr Mýrdalnum. Mikil reisn og myndarskapur þótti einkenna heimilið að Löndum. Húsið fór undir hraun 1973.
Þegar gaus bjuggu þar hjónin Einar Indriðason og Fjóla Guðmannsdóttir og börn þeirra Stefán, Jón, Einar Fjölnir, Davíð Þór og Indriði Helgi. Þar bjó einnig ekkillinn Guðmundur S. Ágústsson og synir hans Geir, Guðmundur og Gústaf. Hjónin Rúnar Eiríkur Siggeirsson og Valgerður Sigurðardóttir bjuggu einnig í þessu stóra húsi með dóttur sín Unni.
Heimildir
- Íbúaskrá 1. desember 1972.
Heimildir
- Guðjón Ármann Eyjólfsson. Vestmannaeyjar - byggð og eldgos. Reykjavík: Ísafoldaprentsmiðja, 1973.