Úlfar Njálsson Andersen

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 13. nóvember 2025 kl. 13:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2025 kl. 13:57 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Úlfar Njálsson Andersen''', vélvirki, rennismiður fæddist 10. janúar 1943.<br> Foreldrar hans voru Njáll Andersen vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 24. júní 1914 í Landlyst, d. 27. október 1999, og kona hans Halldóra Úlfarsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1918, d. 20. ágúst 2000. Börn Halldóru og Njáls:<br> 1. María Njálsdóttir Andersen|María Jóhanna Njálsdóttir Anders...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Úlfar Njálsson Andersen, vélvirki, rennismiður fæddist 10. janúar 1943.
Foreldrar hans voru Njáll Andersen vélvirkjameistari, verkstjóri, f. 24. júní 1914 í Landlyst, d. 27. október 1999, og kona hans Halldóra Úlfarsdóttir frá Vattarnesi við Reyðarfjörð, húsfreyja, f. 2. október 1918, d. 20. ágúst 2000.

Börn Halldóru og Njáls:
1. María Jóhanna Njálsdóttir Andersen húsfreyja, kaupmaður, skólaliði, f. 11. febrúar 1940 á Sólbakka. Maður hennar var Kolbeinn Ólafsson.
2. Úlfar Njálsson Andersen vélvirki, f. 10. janúar 1943 á Hásteinsvegi 29. Fyrri kona hans var Ásta Guðfinna Kristinsdóttir. Síðari kona Úlfars er Hallfríður Hafsteinsdóttir.
3. Harpa Njálsdóttir Andersen húsfreyja, skólaliði, f. 10. ágúst 1948 á Hásteinsvegi 29. Fyrri maður hennar var Ólafur Óskarsson, látinn. Síðari maður Hörpu er Atli Sigurðsson.
4. Jóhanna Njálsdóttir Andersen húsfreyja, kennari, f. 27. apríl 1953 að Hásteinsvegi 29. Maður hennar er Ragnar Óskarsson
5. Pétur Njálsson Andersen vélvirki, f. 1. janúar 1955 að Hásteinsvegi 29. Kona hans Andrea Berghildur Gunnarsdóttir.
6. Theodór Friðrik Njálsson Andersen viðskiptafræðingur, bankastarfsmaður í Finnlandi, f. 3. mars 1960 að Hásteinsvegi 29. Kona hans er Siv Schalin.

Þau Ásta Guðfinna giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau skildu.
Þau Hallfríður giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Seattle.

I. Fyrrum kona Úlfars er Ásta Guðfinna Kristinsdóttir frá Norðurgarði, húsfreyja, f. 18. september 1945.
Börn þeirra:
1. Smári Úlfarsson rennismiður, f. 22. mars 1963.
2. Rósmarý Úlfarsdóttir húsfreyja, f. 20. júlí 1965.

II. Kona Úlfars er Hallfríður Guðrún Hafsteinsdóttir, f. 6. apríl 1962. Foreldrar hennar Ása Guðrún Sturlaugsdóttir, f. 20. janúar 1924, d. 5. júlí 2007, og Hafsteinn Eyvindur Gíslason, f. 24. október 1914, d. 28. desember 1976.
Börn þeirra:
3. Katrín Dóra, f. 22. júlí 1984.
4. Þór Daníel, f. 1986.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.