Þórunn Helga Þorvaldsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. mars 2025 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. mars 2025 kl. 17:36 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Þórunn Helga Þorvaldsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Helga Þorvaldsdóttir, húsfreyja, fyrrum sauðfjárbóndi á Akurbrekku í Hrútafirði, leikskólakennari, grunnskólakennari, fæddist 17. ágúst 1972.
Foreldrar hennar Þorvaldur Helgi Benediktsson húsasmíðameistari, lögreglumaður, f. 28. júlí 1945, og kona hans Sigurlaug Gísladóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, verkakona, f. 12. janúar 1946, d. 9. nóvember 2022.

Börn Sigurlaugar og Þorvaldar:
1. Halldóra Þorvaldsdóttir skrifstofumaður, f. 19. júlí 1965. Fyrrum maður hennar Kristján Helgason. Maður hennar Ronny Thorød.
2. Matthildur Þorvaldsdóttir kennari, f. 16. október 1966. Barnsfaðir hennar Jón Þór Einarsson. Maður hennar Agnar Steinarsson.
3. Þórunn Helga Þorvaldsdóttir bóndi, leikskólakennari, grunnskólakennari, f. 17. ágúst 1972. Maður hennar Jóhann Böðvarsson.
4. Guðmundur Stefán Þorvaldsson tölvunarfræðingur, f. 17. mars 1977. Fyrrum kona hans Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Unnusta hans Jóhanna G. Þórisdóttir.

Þau Jóhann giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Kópavogi

I. Maður Þórunnar Helgu er Jóhann Böðvarsson vélvirki, f. 10. janúar 1966. Foreldrar hans Böðvar Þorvaldsson, f. 22. ágúst 1926, d. 23. apríl 2015, og Kristín Jóhannsdóttir, f. 12. febrúar 1932, d. 5. nóvember 2020.
Börn þeirra:
1. Þorvaldur Helgi Jóhannsson, f. 31. maí 1993.
2. Hrafnhildur Kristín Jóhannsdóttir, f. 3. janúar 2000.
3. Haukur Ingi Jóhannsson, f. 1. maí 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.