Þorvaldur Helgi Benediktsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorvaldur Helgi Benediktsson frá Hólmavík, húsasmíðameistari, lögreglumaður fæddist 28. júlí 1945.
Foreldrar hans voru Benedikt Þorvaldsson frá Þorpum í Steingrímsfirði, húsasmiður, húsvörður, f. 22. júlí 1915, d. 30. mars 2010, og kona hans Matthildur Guðbrandsdóttir frá Garpsdal í A.-Barð., húsfreyja, f. 23. maí 1921, d. 22. maí 2008.

Þorvaldur var með foreldrum sínum, í Þorpum og á Hólmavík.
Hann flutti til Eyja 1966, lærði húsasmíði, var í Iðnskólanum og hjá Tréverki, lauk námi í Kópavogi.
Þorvaldur var lögregluþjónn í Eyjum og Keflavík, aðalvarðstjóri.
Þau Sigurlaug giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Miðstræti 19 við Gosið 1973, síðar í Hafnarfirði, Holtsbúð í Garðabæ, Rjúpufelli 32 í Reykjavík, en síðast í Fjallalind 6 í Kópavogi.
Sigurlaug lést 2022.
Þorvaldur býr í Fjallalind 6.

I. Kona Þorvaldar, (21. ágúst 1965 í Eyjum), var Sigurlaug Gísladóttir frá Héðinshöfða, húsfreyja, verkakona, verslunarmaður, skólaliði, f. 12. janúar 1946, d. 9. nóvember 2022.
Börn þeirra:
1. Halldóra Þorvaldsdóttir skrifstofumaður, f. 19. júlí 1965. Fyrrum maður hennar Kristján Helgason. Maður hennar Ronny Thorød.
2. Matthildur Þorvaldsdóttir kennari, f. 16. október 1966. Barnsfaðir hennar Jón Þór Einarsson. Maður hennar Agnar Steinarsson.
3. Þórunn Helga Þorvaldsdóttir bóndi, leikskólakennari, f. 17. ágúst 1972. Maður hennar Jóhann Böðvarsson.
4. Guðmundur Stefán Þorvaldsson tölvunarfræðingur, f. 17. mars 1977. Fyrrum kona hans Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Unnusta hans Jóhanna G. Þórisdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 21. nóvember 2022. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Þjóðskrá 1986.
  • Þorvaldur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.