Hlöðver Haraldsson
Hlöðver Haraldsson, sjómaður fæddist 24. apríl 1942.
Foreldrar hans voru Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, f. 26. júní 1920, d. 13. maí 1989, og kona hans Bernódía Sigríður Sigurðardóttir frá Litlalandi, húsfreyja, f. 15. febrúar 1920, d. 1. desember 1991.
Börn Bernódíu og Haraldar:
1. Hlöðver Haraldsson sjómaður, f. 24. apríl 1942.
2. Örlygur Guðjón Haraldsson sjómaður, f. 7. febrúar 1947, drukknaði 29. júní 1965.
3. Auður Dóra Haraldsdóttir bankaritari í Reykjavík, f. 26. júní 1949.
Börn Bernódíu og Sveins Ársælssonar:
4. Ársæll Sveinsson húsasmíðameistari í Danmörku, f. 16. janúar 1955.
5. Sveinn Bernódus Sveinsson rafvirki, f. 21. apríl 1956.
6. Sigurður Karl Sveinsson rafvirki, knattspyrnumaður, f. 10. maí 1957, d. 1. október 1990.
Þau Þorbjörg hófu sambúð, eignuðust ekki börn. Þau skildu.
Hlöðver býr við Áshamar 75.
I. Fyrrum sambúðarkona Hlöðvers er Þorbjörg Ólafsdóttir frá Ísafirði, bókhaldari, f. 14. mars 1944, d. 19. febrúar 2020. Foreldrar hennar Ólafur Ólafsson, sýaluskrifari, f. 15. nóvember 1912, d. 22. ágúst 1880, og Unnur Hermannsdóttir, f. 31. júlí 1919, d. 9. júlí 2008.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Hlöðver.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.