Ársæll Sveinsson (húsasmíðameistari)
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Ársæll Sveinsson“
Ársæll Sveinsson er fæddur 16. janúar 1955. Foreldrar hans voru Sveinn Ársælsson og Bernódía Sigríður Sigurðardóttir. Þau hjón eignuðust 6 börn, Ársæl, Hlöðver, Örlyg, [Dóra Sveinsdóttir|Dóru]], Svein og Karl. Ársæll ólst upp á Túngötu. Ársæll er kvæntur Sigrúnu Axelsdóttur, dóttur Axels Lárussonar og Sigurbjargar Axelsdóttur. Sigrún og Ársæll eiga tvær dætur, þær Karen og Anítu.
Ársæll gekk í Barnaskóla Vestmannaeyja, Gagnfræðaskólann og síðar Iðnskólann. Hefur hann unnið sem smiður í tugi ára. Ársæll stundaði einnig fótbolta með ÍBV í mörg ár, var lengi markvörður meistaraflokks.
Ársæll og Sigrún eru nú búsett í Kaupmannahöfn þar sem Ársæll vinnur sem smiður hjá íslenskum manni. Þau hjón reka einnig gistiheimili í Kaupmannahöfn. Nánari upplýsingar um það má finna á vefslóðinni Volosvej.dk.