Steinunn Sveinbjörnsdóttir (Sjávargötu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 25. júní 2024 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 25. júní 2024 kl. 17:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Steinunn Sveinbjörnsdóttir''' frá Sjávargötu við Sjómannasund, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 24. maí 1892 og lést 24. nóvember 1984.<br> Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Sveinsson, f. 23. apríl 1863, d. 22. september 1918, og Kristín Vigfúsdóttir, síðar húsfreyja í Sjávargötu og Hfirði, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1936. Steinunn var með móður sinni, flutti með henni frá Heylæ...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Steinunn Sveinbjörnsdóttir frá Sjávargötu við Sjómannasund, húsfreyja í Hafnarfirði fæddist 24. maí 1892 og lést 24. nóvember 1984.
Foreldrar hennar voru Sveinbjörn Sveinsson, f. 23. apríl 1863, d. 22. september 1918, og Kristín Vigfúsdóttir, síðar húsfreyja í Sjávargötu og Hfirði, f. 2. september 1865, d. 5. janúar 1936.

Steinunn var með móður sinni, flutti með henni frá Heylæk í Fljótshlíð til Eyja 1907.
Hún varð fósturdóttir Halldórs Brynjólfssonar hins blinda, sjómanns, og flutti með móður sinni og honum til Hafnafjarðar 1920.
Þau Benjamín giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu við Kirkjuveg í Hafnarfirði.
Benjamín lést 1954 og Steinunn 1984.

I. Maður Steinunnar var Benjamín Ástsæll Eggertsson, verkamaður, sjómaður, bifreiðastjóri, f. 24. september 1893, d. 11. janúar 1954. Foreldrar hans voru Eggert Benjamínsson, frá Hróbjargarstöðum í Mýr., bóndi, f. 10. desember 1857, d. 31. júlí 1930, og kona hans Rósa Helgadóttir frá Glammastöðum í Strandahreppi, Borg., húsfreyja, f. 13. ágúst 1867, d. 3. júlí 1944.
Börn þeirra:
1. Kristín Sigurlaug Benjamínsdóttir, f. 30. nóvember 1921, d. 26. október 2012. Maður hennar Guðmundur Björnsson, augnlæknir.
2. Soffía Elísabet Benjamínsdóttir, f. 24. febrúar 1927. Hún býr í Bandaríkjunum. Maður hennar Eugene Polhemus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.