Sveinn Stefánsson (Mörk)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. apríl 2024 kl. 16:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. apríl 2024 kl. 16:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Sveinn Stefánsson. '''Sveinn Stefánsson''' frá Hólmgarði við Vestmannabraut 12, verkamaður, sjómaður, húsasmiður, sundlaugarvörður fæddist þar 19. júní 1956 og lést 17. ágúst 2020.<br> Foreldrar hans voru Stefán Kristvin Pálsson frá Siglufirði, sjómaður, trillukarl, f. 26. september 1921, drukknaði 5. janúar 1965, og kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir (Mörk)|Ása Guðrún Jónsdó...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sveinn Stefánsson.

Sveinn Stefánsson frá Hólmgarði við Vestmannabraut 12, verkamaður, sjómaður, húsasmiður, sundlaugarvörður fæddist þar 19. júní 1956 og lést 17. ágúst 2020.
Foreldrar hans voru Stefán Kristvin Pálsson frá Siglufirði, sjómaður, trillukarl, f. 26. september 1921, drukknaði 5. janúar 1965, og kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir frá Mörk, húsfreyja, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.

Barn Ásu Guðrúnar og Wilhelm Guren frá Noregi:
1. Margrét Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 í Mörk. Maður hennar Arnar V. Ingólfsson.
Börn Ásu Guðrúnar og Stefáns Kristvins Pálssonar:
2. Tómas Stefánsson húsasmiður í Kópavogi, f. 28. október 1947 í Mörk. Kona hans Steinunn Kristensen.
3. Gyða Stefánsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1950 í Mörk. Hún er ógift.
4. Halldór Páll Stefánsson sjómaður, f. 11. nóvember 1948 á Fögruvöllum, drukknaði 1. apríl 1995. Hann var ókvæntur og barnlaus.
5. Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, skólaliði í Hafnarfirði, f. 18. nóvember 1951 í Mörk. Maður hennar Haukur Gunnarsson.
6. Jón Stefánsson sjómaður í Neskaupstað, f. 11. maí 1953 í Mörk. Fyrrum kona hans Ásta Sigrún Gylfadóttir.
7. Bryndís Stefánsdóttir fiskverkakona, f. 9. maí 1955 í Mörk, d. 22. maí 1977. Barnsfaðir hennar Gísli Erlingsson.
8. Sveinn Stefánsson húsasmiður, síðast í Hafnarfirði, f. 19. júní 1956 í Hólmgarði, d. 17. ágúst 2020. Kona hans Hulda Kristinsdóttir.

Sveinn var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hans lést, er Sveinn var á níunda árinu.
Hann vann ýmis störf, m.a. við virkjanagerð og almenna byggingavinnu, var sjómaður í nokkur ár. Hann lærði smíðar um þrítugt og vann við þá iðn sína í mörg á. Síðustu starfsár sín var hann sundlaugarvörður í Ásvallalaug í Hafnarfirði.
Þau Hulda giftu sig 1979, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Eyjum, fluttu upp á land 1978, bjuggu í Hafnarfirði í 26 ár.
Sveinn lést 2020 á Lsp.í Kópavogi.

I. Kona Sveins, (30. desember 1979), er Hulda Kristinsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1954. Foreldrar hennar Lýður Kristinn Jónsson bifreiðastjóri, f. 13. mars 1924, d. 5. september 1975, og Bryndís Emilsdóttir, f. 31. október 1928, d. 6. september 2002.
Börn þeirra:
1. Bylgja Sveinsdóttir, f. 20. september 1979.
2. Birkir Sveinsson, f. 31. ágúst 1988.
3. Bjartey Sveinsdóttir, f. 2. febrúar 1990.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.