Stefán Kristvin Pálsson
Stefán Kristvin Pálsson frá Siglufirði, sjómaður, trillukarl fæddist 26. september 1921 á Hafnarbökkum þar og drukknaði 5. janúar 1965.
Foreldrar hans voru Páll Guðmundsson vélstjóri, járnsmiður á Siglufirði, f. 5. apríl 1874, d. 25. nóvember 1948, og kona hans Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1882, d. 9. janúar 1964.
Stefán var með foreldrum sínum í æsku, var með þeim á Laugavegi 3 á Siglufirði 1943.
Hann sótti vertíð í Eyjum, var sjómaður, á vertíðarbátum á vetrarvertíð, en síðari ár sín var hann trillukarl á sumrum og sótti fast.
Stefán var að gæta að báti við bryggju í illviðri 1965, er hann drukknaði.
Þau Ása Guðrún tóku saman, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu í Mörk við Hásteinsveg og í Hólmgarði við Vestmannabraut 12.
Ása Guðrún lést 2010.
I. Sambúðarkona Stefáns Kristvins var Ása Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.
Börn þeirra:
1. Tómas Stefánsson húsasmiður í Kópavogi, f. 28. október 1947 í Mörk. Kona hans Steinunn Kristensen.
2. Gyða Stefánsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1950 í Mörk, ógift.
3. Halldór Páll Stefánsson sjómaður, f. 11. nóvember 1948 á Fögruvöllum, drukknaði 1. apríl 1995. Hann var ókvæntur og barnlaus.
4. Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, skólaliði í Hafnarfirði, f. 18. nóvember 1951 í Mörk. Maður hennar Haukur Gunnarsson.
5. Jón Stefánsson sjómaður í Neskaupstað, f. 11. maí 1953 í Mörk. Fyrrum kona hans Ásta Sigrún Gylfadóttir.
6. Bryndís Stefánsdóttir fiskverkakona, f. 9. maí 1955 í Mörk, d. 22. maí 1977. Barnsfaðir hennar Gísli Erlingsson.
7. Sveinn Stefánsson húsasmiður,
síðast í Hafnarfirði, f. 19. júní 1956 í Hólmgarði, d. 17. ágúst 2020. Kona hans Hulda Kristinsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Ættingjar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.