Halldór Stefánsson (Mörk)
Halldór Páll Stefánsson frá Mörk sjómaður, smiður fæddist þar 11. nóvember 1948 og drukknaði 1. apríl 1995.
Foreldrar hans voru Stefán Kristvin Pálsson frá Siglufirði, sjómaður, trillukarl, f. 26. september 1921, drukknaði 5. janúar 1965, og kona hans Ása Guðrún Jónsdóttir frá Mörk, húsfreyja, f. 25. september 1922, d. 17. janúar 2010.
Barn Ásu Guðrúnar og Wilhelm Guren frá Noregi:
1. Margrét Steinunn Jónsdóttir húsfreyja, f. 31. október 1943 í Mörk. Maður hennar Arnar V. Ingólfsson.
Börn Ásu Guðrúnar og Stefáns Kristvins Pálssonar:
2. Tómas Stefánsson húsasmiður í Kópavogi, f. 28. október 1947 í Mörk. Kona hans Steinunn Kristensen.
3. Gyða Stefánsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 6. nóvember 1950 í Mörk. Hún er ógift.
4. Halldór Páll Stefánsson sjómaður, f. 11. nóvember 1948 á Fögruvöllum, drukknaði 1. apríl 1995. Hann var ókvæntur og barnlaus.
5. Halldóra Stefánsdóttir húsfreyja, skólaliði í Hafnarfirði, f. 18. nóvember 1951 í Mörk. Maður hennar Haukur Gunnarsson.
6. Jón Stefánsson sjómaður í Neskaupstað, f. 11. maí 1953 í Mörk. Fyrrum kona hans Ásta Sigrún Gylfadóttir.
7. Bryndís Stefánsdóttir fiskverkakona, f. 9. maí 1955 í Mörk, d. 22. maí 1977. Barnsfaðir hennar Gísli Erlingsson.
8. Sveinn Stefánsson húsasmiður, síðast í Hafnarfirði, f. 19. júní 1956 í Hólmgarði, d. 17. ágúst 2020. Kona hans Hulda Kristinsdóttir.
Halldór var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði, er Halldór var á sautjánda árinu.
Halldór var sjómaður, var um skeið í Noregi og vann við smíðar.
Hann var með móður sinni í Mörk við Gos 1973, bjó síðar á Boðaslóð 6.
Hann drukknaði 1995, ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 8. apríl 1995. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.