Elín Ósk Guðjónsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. mars 2024 kl. 12:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. mars 2024 kl. 12:16 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Elín Ósk Guðjónsdóttir. '''Elín Ósk Guðjónsdóttir''' frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja, kennari fæddist þar 11. ágúst 1928 og lést 20. febrúar 2012.<br> Foreldrar hennar voru Guðjón Hallsson bóndi, verkamaður, f. 25. deaember 1899 á Hóli á Langanesi, d. 17. ágúst 1988, og kona hans Guðrún ‚‘‘‘‘Elísabet Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1900 á Djúpalæk í Bakkafirði...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Elín Ósk Guðjónsdóttir.

Elín Ósk Guðjónsdóttir frá Læknesstöðum á Langanesi, húsfreyja, kennari fæddist þar 11. ágúst 1928 og lést 20. febrúar 2012.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hallsson bóndi, verkamaður, f. 25. deaember 1899 á Hóli á Langanesi, d. 17. ágúst 1988, og kona hans Guðrún ‚‘‘‘‘Elísabet Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 6. febrúar 1900 á Djúpalæk í Bakkafirði, d. 5. maí 1995.

Elín Ósk var með foreldrum sínum á Læknesstöðum og Þórshöfn fyrstu 15 ár ævi sinnar, van á sjúkrahúsinu á Húsavík, síðan var hún í vist í Rvk.
Hún stundaði nám í Húsmæðraskólanum í Hveragerði 1949-1951 og lauk þar kennaraprófi.
Þau Þórhallur giftu sig 1952, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Rvk, í Khöfn, í Eyjum og Kópavogi.
Elín Ósk lést 2012 og Þórhallur 2018.

I. Maður Elínar Óskar, (21. júní 1952), var Þórhallur Þrastar Jónsson byggingaverkfræðingur, bæjarverkfræðingur í Eyjum, f. 7. febrúar 1931, d. 29. apríl 2018.
Börn þeirra:
1. Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 13. janúar 1953 í Khöfn. Maður hennar Lárus Einarsson, rafmagnsverkfræðingur.
2. Björn Þrastar Þórhallsson, tannlæknir, f. 3. september 1955 í Rvk. Kona hans Heiðrún Hákonardóttir, kennari.
3. Ella Þórhallsdóttir, lífeindafræðingur, f. 24. apríl 1957 í Rvk. Maður hennar Pétur G. Hjaltason, kerfisforritari.
4. Sigríður Þórhallsdóttir, sjúkraliði, ljósmóðir, f. 22. desember 1958. Maður hennar Guðbjörn Samsonarson, bifvélavirki.
5. Páll Guðjón Þórhallsson, lögfræðingur, f. 5. júní 1960 í Rvk. Kona hans Ásdís Gíslason, markaðsfræðingur.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 6. mars 2012. Minning.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.