Þórhallur Þrastar Jónsson (bæjarverkfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Þórhallur Þrastar Jónsson.

Þórhallur Þrastar Jónsson bæjarverkfræðingur fæddist 7. febrúar 1931 í Hafnarfirði og lést 29. apríl 2018 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi að Vestra-Fróðholti og á Langekru á Rangárvöllum, síðar framkvæmdastjóri í H.firði, f. 25. september 1908 á Lngekru, d. 13. ágúst 2002, og kona hans Björney Jakobína Hallgrímsdóttir húsfreyja, kennari, f. 26. apríl 1904 að Baldursheimi í Mývatnssveit, d. 22. apríl 1995.

Þórhallur varð stúdent í MA 1949, lauk fyri hluta prófi í verkfræði í HÍ 1952, meistaraprófi í byggingaverkfræði í DTH í Khöfn 1955.
Hann var verkfræðingur hjá Íslenskum aðalverktökum sf. 1955-1956, hjá Trausti hf. 1956-1960, var bæjarverkfræðingur í Eyjum 1960-1964. Hann rak síðan eigin verkfræðistofu í Kópavogi frá 1964.
Hann var félagi í Akóges, Rótary, Stangaveiðifélagi Vestmannaeyja og Verkfræðingafélaginu.
Hann eignaðist barn með þorgerði 1948.
Þau Elín Ósk giftu sig 1952, eignuðust fimm börn.
Elín Ósk lést 2012 og Þórhallur 2018.

I. Barnsmóðir Þórhalls var Septína Árnadóttir frá Akureyri, cand. phil., skrifstofumaður á Akureyri, f. 8. maí 1928, d. 3. maí 2002.
Barn þeirra:
1. Steinunn Bækkeskov Hanahan, doktor í lífefnafræði, f. 25. desember 1948. Fyrri maður hennar Flemming Morten Bækkeskov stjórnmálafræðingur. Maður hennar dr. Douglas Hanahan, lífefnafræðingur.

II. Kona Þórhalls, (21. júní 1952), var Elín Ósk Guðjónsdóttir húsfreyja, kennari, f. 11. ágúst 1928, d. 20. febrúar 2012.
Börn þeirra:
2. Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, f. 13. janúar 1953 í Khöfn. Maður hennar Lárus Einarsson, rafmagnsverkfræðingur.
3. Björn Þrastar Þórhallsson, tannlæknir, f. 3. september 1955 í Rvk. Kona hans Heiðrún Hákonardóttir, kennari.
4. Ella Þórhallsdóttir, lífeindafræðingur, f. 24. apríl 1957 í Rvk. Maður hennar Pétur G. Hjaltason, kerfisforritari.
5. Sigríður Þórhallsdóttir, sjúkraliði, ljósmóðir, f. 22. desember 1958. Maður hennar Guðbjörn Samsonarson, bifvélavirki.
6. Páll Guðjón Þórhallsson, lögfræðingur, f. 5. júní 1960 í Rvk. Kona hans Ásdís Gíslason, markaðsfræðingur.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið. Minning Þórhalls.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.