Kristbjörg Eyvindsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 29. febrúar 2024 kl. 13:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Kristbjörg Eyvindsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Kristbjörg Eyvindsdóttir.

Kristbjörg Eyvindsdóttir kennari, hrossaræktandi fæddist 10. janúar 1957.
Foreldrar hennar Eyvindur Hreggviðsson bifvélavirki í Reykjavík, f. 20. ágúst 1936 í Reykjavík og kona hans Þóra Þórðardóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1939 í Eyjum.

Börn Þóru og Eyvindar:
1. Kristbjörg Eyvindsdóttir húsfreyja, kennari, hrossaræktandi, býr á Grænhól í Ölfusi, f. 10. janúar 1957 í Eyjum. Maður hennar Gunnar Arnarson.
2. Hreggviður Eyvindsson rafvirkjameistari, búfræðingur, rekur bú í Svíþjóð, f. 6. júlí 1959 í Eyjum. Kona hans Jenny Mandal.
3. Þórunn Eyvindsdóttir ferðamálafræðingur, hrossaræktandi, f. 29. maí 1966 í Eyjum, ógift. Barnsfaðir hennar Matthías Sveinsson.

Kristbjörg var með foreldrum sínum í æsku, á Skólavegi 4 og við Sóleyjargötu 3, síðan í Ölfusi.
Hún lauk landsprófi í Vogaskóla í Rvk 1973, varð stúdent í M.T. 1977, lauk kennaraprófi 1981.
Hún var kennari í Bústaðaskóla í Rvk 1982-1983, stundaði sumarstörf í Búnaðarbanka Íslands, á Landspítalanum, barnaheimilinu Bakkaborg, Hampiðjunni, var kennari við reiðskóla hjá Hestamannafélaginu Fáki 1978-1983. Hún starfaði í unglinganefnd Fáks 1978-1983.
Þau Gunnar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa á Grænhóli í Ölfusi.

I. Maður Kristbjargar er Gunnar Arnarson trésmiður, f. 17. janúar 1957. Foreldrar hans Örn Árnason sjómaður, iðnverkamaður í Hafnarfirði, f. 2. september 1925, d. 2. desember 1997, og kona hans Guðbjörg Erla Jónsdóttir verslunarstjóri, f. 16. febrúar 1931, d. 10.september 2007.
Börn þeirra:
1. Þórdís Erla Gunnarsdóttir, f. 28. júní 1983.
2. Eyvindur Hrannar Gunnarssonn, f. 24. ágúst 1988.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.