Guðbjörg Ólafsdóttir (Neðri-Dal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 17:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðbjörg Ólafsdóttir. '''Guðbjörg Ólafsdóttir''' úr Fljótshlíð, húsfreyja í Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 8. mars 1875 í Hellishólum í Fljótshlíð og lést 8. febrúar 1950 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, þá í húsmennsku í Hellishólum, f. 13. júní 1835, d. 19. október 1921, og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 15. maí 1838, d. 30. janúar 1908. G...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Ólafsdóttir.

Guðbjörg Ólafsdóttir úr Fljótshlíð, húsfreyja í Neðri-Dal u. V.-Eyjafjöllum, síðar í dvöl í Eyjum fæddist 8. mars 1875 í Hellishólum í Fljótshlíð og lést 8. febrúar 1950 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, þá í húsmennsku í Hellishólum, f. 13. júní 1835, d. 19. október 1921, og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 15. maí 1838, d. 30. janúar 1908.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í Hellishólum 1880 og 1890.
Þau Ingvar giftu sig 1898, eignuðust sjö börn, en misstu eitt þeirra á fimmta ári þess. Þau bjuggu í Selshjáleigu í Landeyjum 1901, í Neðri-Dal 1910 og en 1945, en farin þaðan 1946.
Þau Ingvar bjuggu hjá Jóhönnu Svöfu dóttur sinni líklega frá 1946.
Guðbjörg lést 1950 og Ingvar 1955.

I. Maður Guðbjargar, (1898), var Ingvar Ingvarsson bóndi, f. 21. apríl 1874, d. 12. janúar 1955.
Börn Guðbjargar og Ingvars í Eyjum voru:
1. Þorgríma Lilja Ingvarsdóttir sjúkrahússstarfsmaður, saumakona, f. 28. júlí 1907, d. 10. janúar 1996. Hún var um stutt skeið í Eyjum, en fluttist til Lovísu systur sinnar og bjó þar.
2. Samúel Ingvarsson sjómaður, verkamaður, bóndi fæddist 7. september 1908 og lét 15. desember 1993.
3. Tryggvi Ingvarsson á Stóru-Heiði, f. 27. janúar 1910, d. 3. maí 1945, fórst við störf í Hraðfrystistöðinni.
4. Jóhanna Svava Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 5. ágúst 1911, d. 16. maí 1992.
5. Leó Ingvarsson sjómaður, járnsmiður, f. 22. september 1913, d. 29. nóvember 2005.
6. Ingibjörg Fjóla Ingvarsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 11. janúar 1918, d. 7. apríl 2010.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.