Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. janúar 2024 kl. 13:59 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir''' frá Pétursborg við Vestmannabraut 56b, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1936.<br> Foreldrar hennar voru Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson sjómaður, verkstjóri, fisksali, f. 20. desember 1906 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. 30. janúar 1969, og kona hans Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafj...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir frá Pétursborg við Vestmannabraut 56b, húsfreyja fæddist þar 21. febrúar 1936.
Foreldrar hennar voru Finnbogi Rósinkranz Sigurðsson sjómaður, verkstjóri, fisksali, f. 20. desember 1906 á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, d. 30. janúar 1969, og kona hans Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 19. febrúar 1916, d. 26. september 2005.

Börn Sigurbjargar og Finnboga:
1. Ingibjörg Sigríður Finnbogadóttir, f. 21. febrúar 1936 í Pétursborg. Barnsfaðir hennar Gunnar Albertsson. Maður hennar Ingólfur Kristjánsson, látinn.
2. Guðjón Hjörleifur Finnbogason, f. 5. ágúst 1947. Kona hans Jóhanna Jóna Hafsteinsdóttir.

Ingibjörg var með foreldrum sínum í æsku, flutti með þeim til Reykjavíkur 1944.
Hún eignaðist barn með Gunnari 1956.
Þau Ingólfur giftu sig, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í Rvk.
Ingólfur lést 2012.

I. Barnsfaðir Ingibjargar er Gunnar Albertsson, f. 28. nóvember 1933.
Barn þeirra:
1. Finnbogi Rósinkranz Gunnarsson, f. 12. nóvember 1956.

II. Maður Ingibjargar var Ingólfur Kristjánsson frá Merki í Vopnafirði, klæðskeri, f. 14. mars 1935, d. 12. nóvember 2012 á Lsp. Foreldrar hans voru Kristján Friðfinnsson, f. 6. maí 1896, d. 29. febrúar 1952, og kona hans Jakobína Þórdís Gunnlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1892, d. 3. maí 1978.
Börn þeirra:
1. Kristján Friðrik (Ingólfsson) Olgeirsson, varð kjörbarn, f. 20. apríl 1958.
2. Einar Valgarð Ingólfsson, f. 10. ágúst 1959.
3. Leifur Þór Ingólfsson, f. 7. apríl 1961.
4. Olgeir Ingólfsson, f. 1964.
5. Sigurður Ingi Ingólfsson, f. 15. júní 1977.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.