Nikulás Friðriksson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. nóvember 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. nóvember 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigurður ''Nikulás'' Friðriksson''' frá Litlu-Hólum í Mýrdal, rafvirki, umsjónarmaður, rafmagnseftirlitsmaður fæddist þar 29. maí 1890 og lést 6. júní 1949.<br> Foreldrar hans voru Friðrik Björnsson bóndi, f. 3. október 1860 í Holti í Mýrdal, d. 22. ágúst 1938 í Rvk, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1865 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, d. 28. júlí 1954 í Rvk. Nikulás var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum t...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurður Nikulás Friðriksson frá Litlu-Hólum í Mýrdal, rafvirki, umsjónarmaður, rafmagnseftirlitsmaður fæddist þar 29. maí 1890 og lést 6. júní 1949.
Foreldrar hans voru Friðrik Björnsson bóndi, f. 3. október 1860 í Holti í Mýrdal, d. 22. ágúst 1938 í Rvk, og kona hans Halldóra Magnúsdóttir húsfreyja, f. 15. febrúar 1865 í Eystri-Ásum í Skaftártungu, d. 28. júlí 1954 í Rvk.

Nikulás var með foreldrum sínum á Litlu-Hólum til 1915.
Hann lærði rafvirkjun hjá Halldóri Guðmundssyni raffræðingi í Eyjum og vann við iðn sína, varð rafmagnseftirlitsmaður í Reykjavík.
Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Raftækjaverksmiðjunnar RAFHA og einn af stofnendum Sálarrannsóknafélags Íslands.
Þau Ragna giftu sig 1911, eignuðust 7 börn. Þau bjuggu á Litlu-Hólum í Mýrdal 1913-1915, fluttu þá til Eyja, bjuggu í Þinghól við Kirkjuveg 19. Þau fluttu til Rvk 1919 (samkv. pr.þj.bók Vm.) og bjuggu þar síðan.
Nikulás lést 1949 og Ragna 1974.

I. Kona Nikulásar, (14. nóvember 1911), var Ragna Stefanía Stefánsdóttir frá Eystri-Sólheimum í Mýrdal, húsfreyja, f. þar 6. apríl 1889, d. 29. mars 1974.
Börn þeirra:
1. Stefán Nikulásson viðskiptafræðingur í Rvk, f. 23. apríl 1915 í Þinghól í Eyjum, d. 3. júlí 1985. Kona hans Sigrún Bergsteinsdóttir.
2. Ragnheiður Þyri Nikulásdóttir húsfreyja í Rvk, f. 4. ágúst 1917 í Rvk, d. 17. apríl 2004. Maður hennar Magnús Pálsson.
3. Halldór Friðrik Nikulásson rafvirki, f. 22. júní 1919, d. 3. júlí 2010. Kona hans Lára Guðmundsdóttir.
4. Einar Nikulásson rafvirkjameistari í Rvk, f. 3. október 1921, d. 28. maí 2006.
5. Unnur Nikulásdóttir Eyfells, f. 21. október 1924, d. 26. febrúar 2009.
6. Sæmundur Nikulásson rafvirkjameistari, f. 21. desember 1927, d. 28. janúar 2021.
7. Halla Sigríður Nikulásdóttir, f. 17. maí 1931, d. 22. janúar 2023.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.