Halldór Guðmundsson (raffræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldór Guðmundsson.

Halldór Guðmundsson raffræðingur fæddist 14. nóvember 1874 að Eyjarhólum í Mýrdal og lést 15. mars 1924 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Guðmundur bóndi í Eyjarhólum, síðar í Laxnesi í Mosfellssveit, f. 15. maí 1832, d. 21. apríl 1915, Ólafsson bónda í Eyjarhólum, f. 17. ágúst 1791, d. 20. júni 1869, Högnasonar, og konu Ólafs, Ingveldar húsfreyju, f. 1793 í Steinum u. Eyjafjöllum, d. 21. desember 1883 á Felli í Mýrdal, Jónsdóttur.
Kona Guðmundar Ólafssonar og móðir Halldórs rafmagnsfræðings var Guðrún húsfreyja, f. 5. september 1833 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 22. september 1889, Þorsteinsdóttir bónda og jarðyrkjumanns í Úthlíð í Biskupstungum og víðar, f. 5. mars 1797 á Hvoli í Mýrdal, d. 20. ágúst 1875 í Reykjavík, Þorsteinssonar, og fyrri konu Þorsteins Þorsteinssonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1795 í Steinasókn u. Eyjafjöllum, f. 17. nóvember 1795, d. 14. júlí 1846.

Halldór var hjá foreldrum sínum í Eyjarhólum í Mýrdal til 1882, á Felli þar 1882-1888, í Laxnesi frá 1888-1904.
Hann flutti til Reykjavíkur 1904, var raffræðingur þar 1910 og til æviloka 1924.
Halldór pantaði og sótti til Þýskalands í fyrri heimsstyrjöld vélarnar í Rafstöðina fyrri í Eyjum og setti þær upp.
Þau Guðfinna giftu sig 1905, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Halldór lést 1924 og Guðfinna 1954.

I. Kona Halldórs, (14. október 1905 í Eyjum), var Guðfinna Gísladóttir yngri frá Juliushaab, húsfreyja, f. 15. júlí 1870, d. 2. ágúst 1954.
Börn þeirra:
1. Gísli Halldórsson verkfræðingur, framkvæmdastjóri í Reykjavík, f. 14. febrúar 1907, d. 24. ágúst 1966.
2. Hildigunnur Halldórsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður í Reykjavík, f. 22. janúar 1912, d. 13. ágúst 1992.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Óðinn XX 1924. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.