Valtýr Þór Valtýsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2023 kl. 16:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Valtýr Þór Valtýsson. '''Valtýr Þór Valtýsson''' frá Hergilsey við Kirkjuveg 70a, húsasmiður, kaupmaður fæddist þar 25. maí 1955 og lést 1. desember 2002.<br> Foreldrar hans voru Valtýr Snæbjörnsson vélstjóri, húsasmíðameistari, verktaki, byggingafulltrúi, f. 24. apríl 1923, d. 10. febrúar 1998, og kona hans Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir frá [...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Valtýr Þór Valtýsson.

Valtýr Þór Valtýsson frá Hergilsey við Kirkjuveg 70a, húsasmiður, kaupmaður fæddist þar 25. maí 1955 og lést 1. desember 2002.
Foreldrar hans voru Valtýr Snæbjörnsson vélstjóri, húsasmíðameistari, verktaki, byggingafulltrúi, f. 24. apríl 1923, d. 10. febrúar 1998, og kona hans Erla Jóhanna Elísabet Gísladóttir frá Sólbakka við Hásteinsveg 3, húsfreyja, f. 26. október 1927, d. 7. júní 2005.

Börn Erlu og Valtýs:
1. Gísli Valtýsson húsasmiður, prentari, f. 27. febrúar 1946 í Hergilsey. Kona hans er Hanna Þórðardóttir.
2. Friðbjörn Ólafur Valtýsson húsasmiður, f. 20. febrúar 1950 í Hergilsey. Kona hans er Magnea Traustadóttir.
3. Valtýr Þór Valtýsson húsasmiður, verslunarstjóri, kaupmaður, f. 25. maí 1955 í Hergilsey, d. 1. desember 2002. Kona hans er Ingunn Lísa Jóhannesdóttir.
4. Snæbjörn Guðni Valtýsson tölvunarfræðingur, f. 31. ágúst 1958. Kona hans er Valgerður Ólafsdóttir.
5. Kolbrún Eva Valtýsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1960 í Hergilsey. Maður hennar er Birgir Þór Sverrisson.

Valtýr var með foreldrum sínum.
Hann lauk gagnfræðaprófi, varð húsasmiður í Iðnskólanum.
Valtýr vann við iðn sína til ársins 1993, er hann varð verslunarstjóri í byggingavöruverslun Kaupfélags Árnesinga. Hann keypti verslunina síðar í félagi við mág sinn og rak.
Valtýr var virkur í íþróttastafsemi í Eyjum, lék handbolta og sinnti síðar störfum fyrir íþróttahreyfinguna í Eyjum og einnig innan HSÍ.
Þau Ingunn Lísa giftu sig 1983, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu við Búhamar 44.
Valtýr lést 2002.

I. Kona Valtýs, (23. júlí 1983), er Ingunn Lís Jóhannesdóttir frá Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja, starfsmaður í þvottahúsi, f. 9. október 1961.
Börn þeirra:
1. Valur Valtýsson, f. 21. maí 1983.
2. Erna Valtýsdóttir, f. 9. febrúar 1990.
3. Aron Valtýsson, f. 26. mars 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.