Ásta Theódórsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 19. september 2023 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. september 2023 kl. 17:52 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Theódórsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Theodórsdóttir.

Ásta Theodórsdóttir húsfreyja fæddist 28. ágúst 1929 á Nýlendu við Vestmannabraut 42 og lést 12. mars 2002.
Foreldrar hennar voru Theodór Árnason frá Hurðarbaki í Flóa, járnsmiður, f. 10. apríl 1897, d. 6. ágúst 1972, og kona hans Þuríður Skúladóttir frá Keldum á Rangárvöllum, húsfreyja, f. 17. nóvember 1897, d. 28. mars 1997.

Börn Þuríðar og Theodórs:
2. Guðrún Svana Theodórsdóttir, f. 3. október 1922, d. 16. apríl 1994.
3. Skúli Theódórsson, f. 24. september 1925, d. 7. janúar 2004.
4. Ásta Theódórsdóttir, f. 28. ágúst 1929, d. 12. mars 2002.

Ásta var með foreldrum sínum, á Nýlendu og við Hásteinsveg 54.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1946.
Hún vann ýmis störf, í netagerð, við verslunarstörf og hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Á yngri árum sínum var hún á sumrin hjá móðurforeldrum sínum á Keldum á Rangárvöllum.
Þau Egon giftu sig 1961, eignuðust sex börn. Þau bjuggu við Hásteinsveg 54, á Bárustíg 15, byggðu og bjuggu í húsi sínu við Fjólugötu 23. Þau skildu.

I. Maður Ástu, (31. desember 1961, skildu 1978), var Egon Georg Jensson (hét áður Egon Georg Vendelbo Jensen), sjómaður, f. 3. janúar 1916, d. 6. mars 1998.
Börn þeirra:
1. Una Viktoría Georgsdóttir húsfreyja í Noregi, f. 4. júní 1956. Barnsfaðir hennar Jón Aðalsteinn Stefánsson. Maður hennar Svein K. Tjelta.
2. Leifur Theódór Georgsson, býr í Noregi, f. 26. janúar 1961.
3. Þuríður Ósk Georgsdóttir, f. 5. apríl 1954. Maður hennar Hlöðver Á. Guðmundsson.
4. Svandís Georgsdóttir, f. 21. ágúst 1956. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jóhannes Hörður Harðarson.
5. Skúli Georgsson, f. 9. nóvember 1967.
6. Helga Georgsdóttir, f. 2. ágúst 1969. Barnsfaðir hennar Þröstur Bjarnhéðinsson. Sambúðarmaður hennar Cominik Lipnik.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.