Þuríður Skúladóttir (húsfreyja)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Skúladóttir húsfreyja fæddist 17. nóvember 1897 og lést 28. mars 1997.
Faðir hennar var Skúli bóndi á Keldum á Rangárvöllum 1896-1946, f. 25. október 1862 þar, d. 1. júní 1946 þar, Guðmundsson bónda þar, föður a.m.k. 23 lifandi fæddra barna og eins andvana fædds barns með 4 konum (Keldnaætt), f. 23. nóvember 1794 í Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, d. 12. apríl 1883 á Keldum, Brynjólfssonar bónda og hreppstjóra á Vestri-Kirkjubæ á Rangárvöllum, f. á Heiði á Rangárvöllum, skírður 23. júní 1759, d. 24. desember 1841 á Keldum, Stefánssonar, og konu Brynjólfs, Helgu húsfreyju, f. í Móeiðarhvolshjáleigu í Hvolhreppi, skírð 20. ágúst 1766, d. 16. apríl 1841, Jónsdóttur.
Móðir Skúla á Keldum og þriðja kona Guðmundar á Keldum var Þuríður húsfreyja, búandi ekkja á Keldum 1883-1896, f. 3. desember 1825, d. 23. október 1898 á Ægissíðu, Jónsdóttir bónda á Stórólfshvoli, f. 1793, d. 1849, Sigurðssonar, og konu Jóns á Stórólfshvoli, Ingibjargar húsfreyju, f. 17. febrúar 1793, d. 4. september 1871, Jónsdóttur.

Móðir Þuríðar Skúladóttur og kona Skúla á Keldum, (20. júní 1895) var Svanborg húsfreyja, f. 1. ágúst 1863, d. 31. mars 1954, Lýðsdóttir bónda í Hlíð í Gnúpverjahreppi, f. 22. júlí 1831, d. 9. júní 1918, Guðmundssonar bónda í Skarfanesi á Landi, f. 24. ágúst 1789, d. 28. júlí 1866, Þorsteinssonar, og konu Guðmundar í Skarfanesi, Guðlaugar húsfreyju, f. 12. nóvember 1789, d. 13. ágúst 1858, Gunnarsdóttur.
Móðir Svanborgar og kona Lýðs bónda í Hlíð var Aldís húsfreyja, f. 24. ágúst 1832, d. 14. desember 1904, Pálsdóttir bónda á Brúnastöðum í Hraungerðissókn, f. 1800, d. 31. október 1859, Jónssonar, og konu Páls, Svanborgar húsfreyju, f. 1797, d. 19. júní 1858, Magnúsdóttur.

Þuríður var með foreldrum sínum á Keldum 1901 og 1910.
Hún var búsett húsfreyja á Vestmannabraut 42, (Nýlendu) 1930. Þau Theódór byggðu Hásteinsveg 54 1945 og bjuggu þar síðan.
Þuríður lést 1979.

Maður Þuríðar var Theodór Árnason járnsmiður, f. 10. apríl 1897, d. 6. ágúst 1972.
Börn þeirra voru:
1. Guðrún Svana Theodórsdóttir, f. 3. október 1922, d. 16. apríl 1994.
2. Skúli Theódórsson, f. 24. september 1925, d. 7. janúar 2004.
3. Ásta Theódórsdóttir, f. 28. ágúst 1929, d. 12. mars 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.