Sigríður Þóroddsdóttir (Ekru)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. ágúst 2023 kl. 19:47 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Þóroddsdóttir''' húsfreyja, talsímakona fæddist 8. september 1943 á Ekru við Urðaveg 20.<br> Foreldrar hennar voru Þóroddur Ólafsson frá Dalseli u. V-Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989, og kona hans Bjargey Steingrímsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986. Börn Bjargeyjar og Þórodds:<br> 1. Erla Þór...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, talsímakona fæddist 8. september 1943 á Ekru við Urðaveg 20.
Foreldrar hennar voru Þóroddur Ólafsson frá Dalseli u. V-Eyjafjöllum, vélstjóri, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989, og kona hans Bjargey Steingrímsdóttir frá Akureyri, húsfreyja, f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986.

Börn Bjargeyjar og Þórodds:
1. Erla Bryndís Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1932 í Víðidal. Maður hennar Stefán Gunnar Stefánsson.
2. Andvana stúlka, f. 24. júní 1942 á Stóra- Gjábakka.
3. Sigríður Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1943 á Ekru. Maður hennar Ragnar Guðmundsson.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1960.
Sigríður var talsímakona á Símstöðinni.
Þau Ragnar giftu sig 1963, eignuðust tvö börn.
Þau bjuggu í fyrstu á Huldulandi við Heiðarveg 41, þá í Hásteinsblokkinni, en búa nú við Hrauntún.

I. Maður Sigríðar, (13. janúar 1963), er Ragnar Guðmundsson rakari, f. 8. desember 1940 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Helga Ragnarsdóttir innflytjandi, hárgreiðsludama, f. 9. apríl 1963. Maður hennar Hjálmar Kristmannsson.
2. Viktor Ragnarsson hársnyrtimeistari, rekur Hárstofu Viktors, f. 26. ágúst 1972. Kona hans Valgerður Jónsdóttir Halldórssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.