Gunnlaugur Ástgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 20. júlí 2023 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 20. júlí 2023 kl. 11:44 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Gunnlaugur Ástgeirsson. '''Gunnlaugur Ástgeirsson''' kennari, bókmenntafræðingur, sagnfræðingur fæddist 23. apríl 1949 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Ástgeir Kristinn Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, ljóð- og söngvaskáld, f, 27. febrúar 1914, d. 1. maí 1985, og kona hans Friðmey Eyjólfsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 14. nóvember 1923 í Reykjavík, d. 20....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Gunnlaugur Ástgeirsson.

Gunnlaugur Ástgeirsson kennari, bókmenntafræðingur, sagnfræðingur fæddist 23. apríl 1949 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Ástgeir Kristinn Ólafsson sjómaður, útgerðarmaður, ljóð- og söngvaskáld, f, 27. febrúar 1914, d. 1. maí 1985, og kona hans Friðmey Eyjólfsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 14. nóvember 1923 í Reykjavík, d. 20. október 2016.

Börn Friðmeyjar og Ástgeirs:
1. Andvana drengur, f. 9. júlí 1947.
2. Drengur, f. 9. júlí 1947, d. 11. desember 1947.
3. Gunnlaugur Ástgeirsson kennari, f. 23. apríl 1949 á Landspítalanum. Kona hans Ósk Magnúsdóttir.
4. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, kennari, alþingiskona, jafnréttisstýra, f. 3. maí 1951 á Heiðarvegi 38.
5. Eyjólfur Ástgeirsson öryrki, f. 16. maí 1957 í Eyjum, d. 20. maí 1984 af slysförum.
6. Ólafur Ástgeirsson tæknifræðingur, f. 19. september 1960. Kona hans Aldís Einarsdóttir.

Gunnlaugur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1965, varð stúdent í M.L. 1969, lauk B.A.-prófi í íslensku og sagnfræði í H.Í. 1975, stundaði framhaldsnám í íslenskum bókmenntum í H.Í. 1975-1978, kennslufræðipróf í H.Í. 1984.
Gunnlaugur var stundakennari í Hlíðaskóla í Rvk 1970-1972, í K.H.Í. 1975-1977, í Fósturskóla Íslands 1975-1978, í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1977-1978, fastur kennari þar frá 1978-2019.
Hann var bókmennta- og listargagnrýnandi við Helgarpóstinn frá 1979-1988, sat í Stúdentaráði H.Í. 1971-1973, var formaður Stúdentaráðs 1972-1973, í stjórn Félags stúdenta í heimspekideild 1972-1974. Hann var formaður nemendasambands M.L. 1975-1976, í skólastjórn M.H. 1981-1982, í stjórn Hins íslenska kennarafélags frá 1980-1989, varaformaður 1984-1986. Hann sat í stjórn Samtaka gagnrýnenda frá 1982-1983, formaður Félags listargagnrýnenda frá 1982-1983, ,,stýrimaður“ Framboðsflokksins 1971, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi 1977-1979, Alþýðubandalagsfélags Seltjarnarness 1983-1984, í kjörstjórn á Seltjarnarnesi frá 1982-1986 og frá 2014, varabæjarfulltrúi þar 1986-1990, í skólanefnd þar 1982-2000.
Rit:
Greinar um bókmenntir í Tímariti Máls og menningar og um stjórnmál ofl. í Þjóðviljanum.
Ritstjóri Kennarablaðsins 1980-1984.
Þýðingar:
Konan, sem líktist Grétu Garbo (eftir Thomas Ross), 1991.

Þau Ósk giftu sig 1974, eignuðust tvö börn.

I. Kona Gunnlaugs, (6. september 1974), er Ósk Magnúsdóttir kennari, f. 31. janúar 1949. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson vélstjóri, f. 14. febrúar 1907, d. 12. september 2001, og kona hans Björg Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 27. ágúst 1915, d. 13. september 1999.
Börn þeirra:
1. Kári Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri, leiðsögumaður, f. 27. september 1975. Sambúðarkona Árný Björg Bergsdóttir.
2. Freyja Gunnlaugsdóttir tónlistarmaður, skólameistari Menntaskólans í tónlist, f. 10. janúar 1979. Sambúðarmaður Egill Arnarson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Gunnlaugur.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.