Friðmey Eyjólfsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Friðmey Eyjólfsdóttir.

Friðmey Eyjólfsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 14. nóvember 1923 á Skóavörðustíg 4C í Reykjavík og lést 20. október 2016.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Björnsson frá Vilborgarkoti í Mosfellssveit, síðar á Morastöðum í Kjós, vélstjóri, síðast bóndi í Laxnesi í Mosfellssveit, f. 23. febrúar 1883, fórst með Jarlinum í september 1941, og kona hans Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1895 á Heimaskaga á Akranesi, d. 16. september 1979.

Friðmey lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík 1940, námi í Hjúkrunarskóla Íslands vorið 1946, stundaði framhaldsnám í skurðstofuhjúkrun á Landspítalanum október 1946 til febrúar 1947.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Sjúkrahúsið í Eyjum í júní 1948, á Landspítalanum júlí til september 1964, við Sjúkrahúsið í Eyjum 1. júní 1965 til 1. október 1965, 15. janúar 1966 til 15. október 1966, 1967 til mars 1968, á geðdeild Borgarspítalans frá júlí 1968 til 1994.
Þau Ástgeir giftu sig 1947, eignuðust sex börn. Fyrstu tvö börn þeirra voru tvíburar. Annar fæddist andvana og hinn lést rúmlega fimm mánaða gamall. Þau bjuggu í fyrstu við Heiðarveg 38, en síðan í húsinu Bæ í Ofanleitishrauni nálægt Hásteinsvellinum.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1968, bjuggu við Mávahlíð 22.
Ástgeir lést 1985 og Friðmey 2016.

I. Maður Friðmeyjar, (15. mars 1947), var Ástgeir Kristinn Ólafsson frá Litlabæ við Strandveg 35, nú Miðstræti 16, sjómaður, skipstjóri, ljóðskáld, rithöfundur, f. 27. febrúar 1914, d. 1. maí 1985.
Börn þeirra:
1. Andvana drengur, f. 9. júlí 1947.
2. Drengur, f. 9. júlí 1947, d. 11. desember 1947.
3. Gunnlaugur Ástgeirsson kennari, f. 23. apríl 1949 á Landspítalanum. Kona hans Ósk Magnúsdóttir.
4. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, kennari, alþingiskona, jafnréttisstýra, f. 3. maí 1951 á Heiðarvegi 38.
5. Eyjólfur Ástgeirsson öryrki, f. 16. maí 1957 á Sj., d. 20. maí 1984 af slysförum.
6. Ólafur Ástgeirsson tæknifræðingur , f. 19. september 1960. Kona hans Aldís Einarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. október 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.