Guðrún Ingibjörg Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 26. júní 2023 kl. 10:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 26. júní 2023 kl. 10:25 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðrún Ingibjörg Hlíðar. '''Guðrún Ingibjörg Hlíðar Gunnarsdóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 9. ágúst 1942 á Akureyri.<br> Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994. Börn Ingunnar og Gunnars:<br> 1. Gu...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðrún Ingibjörg Hlíðar.

Guðrún Ingibjörg Hlíðar Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 9. ágúst 1942 á Akureyri.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.

Börn Ingunnar og Gunnars:
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson, látinn.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.

Guðrún var með foreldrum sínum, á Steinsstöðum og Fífilgötu 2, en faðir hennar lést, er hún var á sextánda árinu.
Hún lauk námi í Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1960, varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1979, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í júní 1986.
Guðrún vann á Hvítabandinu júlí til september 1986, á hjartadeild Landspítalans frá 6. október 1986 til 1998, síðan á taugalækningadeild frá 1998 til 2009.
Þau Jean giftu sig 1963, eignuðust fjögur börn.

I. Maður Guðrúnar Ingibjargar, (18. maí 1963), er Olfert Jean Jensen rafvirki, f. 12. september 1933. Foreldrar hans voru Alfred J. Jensen húsgagnasmiður, f. 17. júlí 1904, d. 16. október 1972, og Svava Sigurðardóttir húsfreyja, f. 29. september 1914, d. 26. janúar 2012.
Börn þeirra:
1. Gunnar Alfreð Hlíðar Jensen haffræðingur, sendibílstjóri, f. 25. janúar 1963.
2. Sigurður Einar Hlíðar Jensen líffræðingur, kennari, f. 11. febrúar 1964. Fyrrum kona hans Margrét Aradóttir. Sambúðarkona hans Kristín Ólöf Gunnarsdóttir.
3. Ásta María Hlíðar Jensen öryrki, f. 24. júní 1965. Fyrrum menn hennar Jóhannes Mýrdal og Amjad Shakoor.
4. Esther Hlíðar Jensen jarðfræðingur, landmótunarfræðingur, f. 1. janúar 1969. Fyrrum maður hennar Haraldur Sigþórsson, Sambúðarmaður hennar Valgeir Þórisson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Guðrún Ingibjörg.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.