Sigríður Hlíðar (kennari)
Sigríður Hlíðar Gunnarsdóttir menntaskólakennari fæddist 5. nóvember 1950 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.
Börn Ingunnar og Gunnars::
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Gunnarsdóttir Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson, látinn.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.
Sigríður var með foreldrum sínum, á Fífilgötu 2 og í Borgarnesi, en faðir hennar lést, er hún var sjö ára.
Hún lauk landsprófi í Hagaskóla í Rvk 1966, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík 1970, lauk B.Sc.-prófi í stærðfræði og eðlisfræði í Háskóla Íslands 1973, prófi í uppeldis- og kennslufræði í H.Í. 1978. Í orlofi sínu nam hún í University of Bristol á Englandi og lauk M.Ed.-prófi 1988.
Hún kenndi í Menntaskólanum í Reykjavík frá 1973 til 2018.
Þau Karl giftu sig 1970, eignuðust tvö börn.
I. Maður Sigríðar, (22. ágúst 1970), er Karl Guðmundur Jeppesen kennari, f. 29. júlí 1944. Foreldrar hans Max Jeppesen húsgagnasmiður í Reykjavík, f. 10. október 1907, d. 6. maí 1983, og kona hans Bergþóra Sigríður Jeppesen Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1915, d. 12. mars 2003.
Börn þeirra:
1. Ingunn Þóra Jeppsen Karlsdóttir, síðar Cahill, leiðbeinandi í skóla, f. 30. apríl 1973. Maður hennar James Kieran Vincent Cahill, f. í Wales á Bretlandi.
2. Anna Kristín Jeppesen Karlsdóttir tölvunarfræðingur, vörustjóri, f. 13. október 1979. Maður hennar Andreas Stenlund, sænskrar ættar.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Prestþjónustubækur.
- Sigríður.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.