Jónína Vilborg Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Vilborg Hlíðar og Reynir Aðalsteinsson.

Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja fæddist 10. mars 1946 á Steinsstöðum.
Foreldrar hennar voru Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957, og kona hans Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. ágúst 1910, d. 7. apríl 1994.

Börn Ingunnar og Gunnars::
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942 á Akureyri. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Gunnarsdóttir Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944 á Krossum á Árskógsströnd. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson, látinn.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.

Jónína var með foreldrum sínum á Steinsstöðum og Fífilgötu 2, flutti með þeim í Borgarnes, en faðir hennar lést, er hún var á tólfta ári sínu.
Hún er gagnfræðingur úr Gagnfræðasskóla Austurbæjar.
Hún vann í mötuneyti á Hvanneyri.
Þau Reynir giftu sig 1965, eignuðust sex börn. Þau bjuggu á Hvítárbakka í Borg., síðan á Sigmundarstöðum í Hálsasveit í 30 ár.
Reynir lést 2012

I. Maður Jónínu, (26. desember 1965), var Reynir Aðalsteinsson búfræðingur, með meistarapróf í tamningum reiðhesta, yfirreiðkennari á Hvanneyri, hrossabóndi á Sigmundarstöðum í Hálsasveit, f. 16. nóvember 1944, d. 25. janúar 2012. Foreldrar hans voru Aðalsteinn Sólmundur Höskuldsson búfræðingur, bifreiðastjóri, f. 23. ágúst 1920, d. 17. apríl 1987, og kona hans Karólína Soffía Jónsdóttir húsfreyja, f. 13. september 1917, d. 13. maí 1992.
Börn þeirra:
1. Aðalsteinn Reynisson tamningamaður, vörubílstjóri, f. 8. febrúar 1965. Barnsmóðir hans Sandy Cameron, bandarísk.
2. Ingunn Reynisdóttir dýralæknir, hrossabóndi, f. 22. maí 1967. Maður hennar Pálmi G. Ríkharðsson.
3. Soffía Reynisdóttir verslunarmaður, starfsmaður í mötuneyti, f. 8. júlí 1969. Barnsfaðir hennar Sigurður Ágúst Ragnarsson.
4. Gunnar Reynisson hestafræðingur, kennari f. 27. júlí 1974. Sambúðarkona hans Sigríður Ása Guðmundsdóttir.
5. Reynir Reynisson járnsmiður, f. 18. janúar 1978. Sambúðarkona hans Erna Guðný Jónsdóttir.
6. Einar Reynisson hestabóndi, flokksstjóri, f. 3. apríl 1979. Sambúðarkona hans Sigurbjörg Þórunn Marteinsdóttir.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Borgfirzkar æviskrár. Margir höfundar. Sögufélag Borgarfjarðar 1969-2007.
  • Íslendingabók.
  • Jónína Vilborg.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.