Ingunn H. Sigurjónsdóttir Hlíðar

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 14. júní 2023 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 14. júní 2023 kl. 20:04 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Ingunn Hólmfríður Sigurjónsdóttir Hlíðar.

Ingunn Hólmfríður Sigurjónsdóttir Hlíðar frá Dalvík, húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 10. ágúst 1910 á Akureyri og lést 7. apríl 1994.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Baldvinsson bátasmiður á Dalvík, f. 12. október 1877, d. 12. maí 1967, og kona hans Jónína Stefanía Ingvarsdóttir húsfreyja, f. 27. október 1883, d. 4. nóvember 1918.
Fósturforeldrar Ingunnar voru Þorsteinn Jónsson í Baldurshaga á Dalvík,og kona hans Ingibjörg Baldvinsdóttir, föðursystir hennar.

Ingunn var með foreldrum sínum, en móðir hennar lést, er Ingunn var á níunda árinu, og fór hún í fóstur til föðurursystur sinnar og manns hennar á Dalvík.

Ingunn gekk í Kvennaskólann á Blönduósi 1929, lauk námi í Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1940.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Sjúkrahúsinu á Akureyri í eitt og hálft ár 1940-1942, var heilsuverndar- og bæjarhjúkrunarfræðingur á Akureyri, skólahjúkrunarfræðingur í Borgarnesi 1954-1957, deildarhjúkrunarfræðingur á Vífilsstöðum 1956-1960, hjúkrunarfræðingur á Sólheimum í Reykjavík og síðar á Landakoti.
Þau Gunnar giftu sig 1941, eignuðust fimm börn, Þau bjuggu á Steinsstöðum og við Fífilgötu 2.
Gunnar lést 1962 og Ingunn 1994.

I. Maður Ingunnar, (6. desember 1941), var Gunnar Hlíðar dýralæknir, póst- og símstöðvarstjóri, f. 20. maí 1914, d. 22. desember 1957.
Börn þeirra:
1. Guðrún Ingibjörg Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 9. ágúst 1942. Maður hennar Jean Jensen
2. Brynja Hlíðar hjúkrunarfræðingur, f. 16. september 1943. Maður hennar Hörður Árnason, látinn.
3. Hildigunnur Hlíðar lyfjafræðingur, f. 22. ágúst 1944. Maður hennar Birgir Dagfinnsson.
4. Jónína Vilborg Hlíðar húsfreyja, f. 10. mars 1946 á Steinsstöðum. Maður hennar Reynir Aðalsteinsson.
5. Sigríður Hlíðar kennari, f. 5. nóvember 1950 á Fífilgötu 2. Maður hennar Karl Jeppesen.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.