Þóra Eyjólfsdóttir (Vöruhúsinu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. júní 2023 kl. 11:28 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir''' frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 31. janúar 1903 og lést 18. febrúar 1990 á Reykjalundi.<br> Foreldrar hennar voru Eyjólfur Halldórsson bóndi, f. 4. desember 1864, d. 28. desember 1938, og kona hans Torfhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1871, d. 26. ágúst 1958. Systir Þóru, í Eyjum var<br> 1. Anna Eyjólfsdóttir Busk, f. 20. apríl 1905, d. 5. mars 1994. Þóra var með foreldrum sín...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir frá Steinum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 31. janúar 1903 og lést 18. febrúar 1990 á Reykjalundi.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Halldórsson bóndi, f. 4. desember 1864, d. 28. desember 1938, og kona hans Torfhildur Guðnadóttir húsfreyja, f. 14. apríl 1871, d. 26. ágúst 1958.

Systir Þóru, í Eyjum var
1. Anna Eyjólfsdóttir Busk, f. 20. apríl 1905, d. 5. mars 1994.

Þóra var með foreldrum sínum 1910 og 1920.
Þau Einar giftu sig 1933, eignuðust ekki barn saman, en þau eignuðust kjörbarn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu við Skólaveg 1 1934 og 1940, en Þóra bjó þar ein með Einar Þór son þeirra 1945. Þau skildu. Þóra bjó síðan í Reykjavík. Hún lést 1990 á Reykjalundi.

ctr
Þóra og Einar með Einar Þór.

I. Maður Þóru, skildu), var Einar Sigurðsson útgerðarmaður, hraðfrystihúsaeigandi, kaupmaður, f. 7. febrúar 1906, d. 22. mars 1977.
Barn þeirra, kjörbarn:
1. Einar Þór Einarsson verslunarmaður, starfsmaður Mosfellsbæjar, síðan frístundafjárbóndi í Steinum u. Eyjafjöllum, f. 21. ágúst að Steinum u. Eyjafjöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.