Anna Eyjólfsdóttir Busk

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Anna Eyjólfsdóttir Busk húsfreyja fæddist 20. apríl 1905 í Steinum u. Eyjafjöllum og lést 5. mars 1994.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Halldórsson frá Ranakoti í Stokkseyrarhreppi, trésmíðameistari og bóndi, f. 4. desember 1864 í Borgarholti þar, d. 28. desember 1938, og kona hans Torfhildur Guðnadóttir frá Vestritungu í V.-Landeyjum, húsfreyja, f. 14. apríl 1871, d. 26. ágúst 1958.

Systir Önnu var
1. Þóra Kristjana Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1903, d. 18. febrúar 1990. Hún var fyrri kona Einars Sigurðssonar útgerðarmanns og frystihúsarekanda.

Anna var með foreldrum sínum í æsku, í Steinum (Hvoltungu) u. A.-Eyjafjöllum.
Hún var um skeið hjá Ástu hálfsystur sinni í Reykjavík, síðar hjá henni og Lúðvíki Norðdal lækni á Eyrarbakka og vann hjá þeim.
Anna vann síðar á Kleppsspítala og var afgreiðslukona í fataverslun og í bakaríi í Reykjavík og síðar í Vöruhúsinu. Síðar vann hún nokkuð við fiskiðnað í Reykjavík.
Þau Henning giftu sig 1935, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu í Vöruhúsinu við Skólaveg 1.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1941 vegna starfa Hennings fyrir Einar svila sinn þar. Þau bjuggu síðast á Barðaströnd 17.
Henning lést 1985.
Anna bjó síðast í Fellsmúla 4. Hún lést 1994.

I. Maður Önnu, (26. júní 1935), var Henning Busk mjólkurfræðingur, verkstjóri frá Jótlandi, f. 1. maí 1908, d. 28. mars 1985.
Barn þeirra:
1. Eyjólfur Þór Busk tannlæknir í Þýskalandi, f. 5. ágúst 1937 í Vöruhúsinu, d. 26. desember 2011. Kona hans Ursula María Busk.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Garður.is.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 15. og 20. mars 1994. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.