Guðfinnur Jónsson (Litla-Bergholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 2. júní 2023 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 2. júní 2023 kl. 12:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Guðfinnur Jónsson''' verkamaður í Litla-Bergholti við Vestmannabraut 63B, verkamaður fæddist 9. desember 1912 á Urriðavatni í Fellum í N.-Múl. og lést 25. desember 1998 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi, f. 10. desember 1891, d. 26. júlí 1963, og kona hans Oddbjörg Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1881, d. 10. desember 1951. Bræður Guðfinns í Eyjum, af sömu móður voru:<br> 1. Einar Guttormsso...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðfinnur Jónsson verkamaður í Litla-Bergholti við Vestmannabraut 63B, verkamaður fæddist 9. desember 1912 á Urriðavatni í Fellum í N.-Múl. og lést 25. desember 1998 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Jón Ólafsson bóndi, f. 10. desember 1891, d. 26. júlí 1963, og kona hans Oddbjörg Sigfúsdóttir húsfreyja, f. 8. júní 1881, d. 10. desember 1951.

Bræður Guðfinns í Eyjum, af sömu móður voru:
1. Einar Guttormsson læknir, f. 15. desember 1901, d. 12. febrúar 1985.
2. Guðlaugur Guttormsson bóndi í Lyngfelli, f. 7. nóvember 1908, d. 6. apríl 1996.

Guðfinnur nam í Bændaskólanum á Hvanneyri, var á Urriðavatni, en 1951 flutti hann til Eyja. Guðfinnur var verkamaður. Hann flutti til Reykjavíkur við Gosið 1973, bjó við Sogaveg 176.
Þau Una giftu sig 1952, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Litla Bergholti við Vestmannabraut 63B.
Una lést 1966 og Guðfinnur 1998.

I. Kona Guðfinns, (2. mars 1952), var Una Haraldsdóttir húsfreyja, f. 12. janúar 1925 í Reykjavík, d. 6. nóvember 1966.
Börn þeirra:
1. Jóna Guðfinnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 23. október 1954.
2. Halldór Á. Guðfinnsson garðyrkjumeistari í Reykjavík, f. 12. maí 1956 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Blik 1973.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 6. janúar 1999. Minning.
  • Niðjatal Þórðar Einarssonar bónda á Suður Bár í Eyrarsveit f. 15. júní 1833 og Valdísar Jónsdóttur f. 14. maí 1832.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.