Auður Bjarnadóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. maí 2023 kl. 14:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. maí 2023 kl. 14:48 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Auður Bjarnadóttir. '''Auður Bjarnadóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 1. febrúar 1960 og lést 13. apríl 2023.<br> Foreldrar hennar voru Bjarni Herjólfsson frá Einlandi, flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932, d. 3. júní 2004, og kona hans Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, flugfreyja, skrifstofumaður, símavörður, f. 5. janúar 1933, d. 1. ágúst 2009. A...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Auður Bjarnadóttir.

Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 1. febrúar 1960 og lést 13. apríl 2023.
Foreldrar hennar voru Bjarni Herjólfsson frá Einlandi, flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932, d. 3. júní 2004, og kona hans Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, flugfreyja, skrifstofumaður, símavörður, f. 5. janúar 1933, d. 1. ágúst 2009.

Auður var einbirni með foreldrum sínum, bjó hjá þeim við Sóleyjargötu 1 og við Búastaðabraut 12. Hún lauk gagnfræðaprófi í Kvennaskólanum í Reykjavík, varð stúdent í Menntaskólanum í Reykjavík, hjúkrunarfræðingur í Háskóla Íslands.
Auður lærði söng og hljóðfæraleik, lærði á námskeiðum í ítölsku, bæði á Íslandi og í Róm.
Hún söng í kvennakórnum Kyrjunum.
Auður starfaði á augndeild Landakotsspítala, síðan á augndeild Borgarspítalans og Landspítalans. Hún vann síðar hjá Lasersjón augnlækningum í mörg ár.
Auður lést 2023.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.