Unnur Ketilsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Unnur Ketilsdóttir.

Unnur Ketilsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, flugfreyja, skrifstofumaður, símavörður fæddist þar 5. janúar 1933 og lést 1. ágúst 2009 á Hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Foreldrar hennar voru Ketill Guðmundsson kaupfélagsstjóri, f. 25. nóvember 1894, d. 17. september 1983, og kona hans María Jónsdóttir húsfreyja, f. 23. september 1911, d. 29. júní 1974.

Unnur var í Samvinnuskólanum 1950-1951.
Hún vann við afgreiðslu skipa og flugvéla á Ísafirði 1949-1952, vann skrifstofustörf hjá Kaupfélaginu á Ísafirði, KEA og SÍS á árunum 1952-1955., hóf störf hjá Flugfélagi Íslands 1955, var flugfreyja 1956-1959, vann hjá Pósti og síma í Eyjum 1962-1973. Hún hóf aftur störf hjá Flugfélagi Íslands á Reykjavíkurflugvelli 1973 og vann þar að undanteknum þrem sumrum, en þá vann hún á Kastrup-flugvelli. Á árinu 1989 varð hún símvörður hjá Flugleiðum og vann þar til starfsloka 2001.
Þau Bjarni giftu sig 1959, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Búastaðabraut 12 til Goss í húsi, sem þau byggðu, en eftir flutning til Reykjavíkur bjuggu þau við Kleppsveg 120.
Bjarni lést 2004 og Unnur 2009.

I. Maður Unnar, (10. október 1959), var Bjarni Herjólfsson flugumferðarstjóri, f. 19. júlí 1932, d. 3. júní 2004.
Barn þeirra:
1. Auður Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1. febrúar 1969.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.